Ölkelda (uppspretta)

Ölkelda (úr öl + kelda sem þýðir í fornnorsku „uppspretta“ eða „lind“) er uppspretta vatns sem inniheldur koltvísýring, en hann á uppruna sinn í storknandi kviku í iðrum Jarðar.

Ölkelda hjá Ölkeldu I og II á Snæfellsnesi.

Eftir staðsetningu breyta

Ölkeldur finnast um allan heim, og eru þær sumar heilsulindir.[1]

Á Íslandi breyta

Flestar íslenskar ölkeldur er að finna á Snæfellsnesi, en einnig eru ölkeldur á Ölkelduhálsi í Hengli og við Leirá í Borgarfirði.

Í ritverkum breyta

Minnst er á ölkeldur á Snæfellsnesi í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem var gefin út árið 1772 og er þeim lýst sem:

 
...uppsprettur sem eru auðugar af málmsöltum og með bragðmiklu vatni.
 
 

Er þar líka sagt að ölkeldur bæti Snæfellsnesi það að hafa ekki heitt vatn. Reyndu þeir að flytja smá ölkelduvatn með sér til Kaupmannahafnar, en það skemmdist á leiðinni.

Heimildir breyta

  1. Blaðsíða 13 í Sigurður Þórarinsson (1978). Hverir og laugar, ölkeldur og kaldavermsl. Náttúruverndarráð.
   Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.