Íslensku bókmenntaverðlaunin

árleg bókmenntaverðlaun

Íslensku bókmenntaverðlaunin eru verðlaun sem veitt eru þremur bókum ár hvert. Árið 2013 bættist þriðji flokkurinn við, flokkur íslenskra barnabóka. Áður höfðu verðlaunin verið veitt í tveim flokkum, flokki fagurbókmennta og í flokki fræðirita og rita almenns efnis. Verðlaunin voru sett á stofn af Félagi íslenskra bókaútgefenda í tilefni af hundrað ára afmæli félagsins árið 1989. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki og eru tilnefningarnar kynntar í byrjun desember en verðlaunin sjálf eru ekki veitt fyrr en í janúar. Vegna þess að tilnefningarnar koma í miðju jólabókaflóðinu eru þær mikið notaðar við markaðssetningu þeirra bóka sem þær hljóta.

Val bóka sem tilnefndar eru fer þannig fram að Félag íslenskra bókaútgefenda skipar dómnefndir í hvorum flokki sem velja úr þeim bókum sem lagðar eru fram til tilnefningar af bókaútgefendum. Lokadómnefnd er skipuð af formönnum dómnefnda og einum sem forseti Íslands tilnefnir og er sá jafnframt formaður dómnefndar.

Handhafar bókmenntaverðlaunanna breyta

2022 breyta

  • Pedro Gunnlaugur Garcia, Lungu
  • Arndís Þórarinsdóttir, Kollhnís
  • Ragnar Stefánsson, Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta

2021 breyta

  • Sigrún Helgadóttir, Mynd af manni I-II
  • Þórunn Rakel Gylfadóttir, Akam, ég og Annika
  • Hallgrímur Helgason, Sextíu kíló af kjaftshöggum

2020 breyta

2019 breyta

2018 breyta

2017 breyta

2016 breyta

2015 breyta

2014 breyta

2013 breyta

2012 breyta

2011 breyta

2010 breyta

2009 breyta

2008 breyta

2007 breyta

2006 breyta

2005 breyta

2004 breyta

2003 breyta

2002 breyta

2001 breyta

2000 breyta

1999 breyta

1998 breyta

1997 breyta

1996 breyta

1995 breyta

1994 breyta

1993 breyta

1992 breyta

1991 breyta

1990 breyta

1989 breyta

Tenglar breyta