Ígulker (eða sæegg) (fræðiheiti: Echinoidea) eru flokkur sjávarlífvera með harðar samvaxnar plötur alsettar broddum. Þau eru skrápdýr eins og krossfiskar og sæbjúgu og eru fimmgeislótt eins og önnur skrápdýr og hafa hundruð lítilla blaðkna sem þau nota til að hreyfa sig. Broddar ígulkerja eru vanalega 1 - 2 sentimetrar á lengd og eins til tveggja millimetra þykkir og ekki mjög beittir. Algengir litir ígulkerja eru svartir og grænir tónar, ólívugrænir, brúnir, fjólubláir og rauðir. Skel þeirra er kúlulaga alsett broddum. Skel fullorðinna dýra er venjulega 3 til 10 sentimetrar í þvermál.

Ígulker
Ígulker
Ígulker
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Skrápdýr (Echinodermata)
Flokkur: Echinoidea
Kynfæri (hrogn) ígulkers

Útbreiðsla breyta

Ígulker eru algeng í öllum heimshöfum. Algengustu tegundir ígulkerja á grunnsævi við Ísland eru skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis) og marígull (Echinus esculentus).

Lifnaðarhættir breyta

Aðalfæða ígulkerja er þörungar. Við vissar aðstæður til dæmis þegar dýrum sem lifa á ígulkerjum fækkar þá geta ígulker fjölgað sér mikið og raskað vistkerfi sjávar með því að útrýma öðrum lífverum á sjávarbotninum.

Kynfæri ígulkerja eru étin hrá eða soðin.

Heimildir breyta

Tenglar breyta

  • „Hvað er skollakoppur?“. Vísindavefurinn.
 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist