Æðplöntur (latína: Tracheophyta; enska: Vascular plants) eða háplöntur[1] eru hópur plantna sem eiga það sameiginlegt að hafa trjákennda vatnsflutningsvefi með ligníni. Æðplöntur hafa líka sáldvef sem sér um að flytja ljóstillífunarafurðir um plöntuna.

Æðplöntur
Burknar, eins og þessi skollakambur eru einn af núlifandi hópum æðplantna.
Burknar, eins og þessi skollakambur eru einn af núlifandi hópum æðplantna.
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Plöntur (Plantae)
Fylking: Kímplöntur (Embryophyta)
Fylkingar

Frælausar æðplöntur

Fræplöntur (Spermatophyta)

Nematophyta

Æðplöntur eru stærsti hópur plantna með um 300.000 þekktar tegundir. Meðal núlifandi æðplantna eru blómplöntur, berfrævingar, burknar, elftingar og jafnar.

Sumar frumstæðar plöntur, t.d. Rhyniophyta, höfðu æðstrengi sem ekki voru fullmótaðir. Þær teljast til æðplantna en til að greina þær frá hefur vísindaheitið Eutracheophyta verið notað yfir æðplöntur þar sem þær þróunarfræðilega elstu hafa verið greindar frá.

Tilvísanir breyta

  1. Náttúrufræðistofnun Íslands (án árs). Æðplöntur. Sótt þann 6. apríl 2021.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.