Ábendingarfornafn

undirflokkur fornafna

Ábendingarfornöfn (skammstafað sem áfn.) eru fornöfn[1] (áður fyrr nefnt vísifornafn) sem „benda á“ aðra hluti eða fyrirbæri en þaðan er kemur nafnið.

Ábendingarfornöfn í íslensku breyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Í íslensku eru aðeins þrjú orð sem flokkast sem ábendingarfornöfn en það eru fornöfnin , þessi og hinn.[1]

Hitt beygist eins og greinirinn nema í nefnifalli og þolfalli í hvorugkyni þar sem ábendingarfornafnið er hitt en greinirinn hið.[2]

og þessi beygjast þannig:

  kk. kvk. hk.
nf. et. það
þf. et. þann þá það
þgf. et. þeim þeirri því
ef. et. þess þeirrar þess
nf. ft. þeir þær þau
þf. ft. þá þær þau
þgf. ft. þeim þeim þeim
ef. ft. þeirra þeirra þeirra
Hinn kk. kvk. hk.
nf. et. þessi þessi þetta
þf. et. þennan þessa þetta
þgf. et. þessum þessari þessu
ef. et. þessa þessarar þessa
nf. ft. þessir þessar þessi
þf. ft. þessa þessar þessi
þgf. ft. þessum þessum þessum
ef. ft. þessara þessara þessara

Eins og greinir tengja hliðstæð ábendingarfornöfn nafnorðið sem þau standa með við þekktar persónur, hluti eða hugmyndir; þessi maður er ágætis náungi, hinn maðurinn er óþokki.

Sérstæð ábendingarfornöfn jafngilda fornafni og nafnorði; er góður.

Óákveðin ábendingarfornöfn eru orðin slíkur, sjálfur, samur (sami), þvílíkur og beygjast þau sem sterk lýsingarorð.

Tengt efni breyta

Heimildir breyta

  • Þórunn Blöndal (1985). Almenn málfræði. Mál og menning.
  • „Hvað er þetta?“. Vísindavefurinn.

Neðanmálsgreinar breyta