„Flatbrauð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tek aftur breytingu 999465 frá Akigka (spjall)
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Flatbread.JPG|thumb|right|Einfalt flatbrauð úr hveiti og vatni, bakað á pönnu.]]
'''Flatbrauð''' (oft nefnt flatkaka fyrir misskilning) er þunnt, kringlótt [[Ísland|íslenskt]] brauð, áður alltaf án [[lyftiefni|lyftiefna]] og bakað eingöngu úr [[rúgmjöl]]i (þó stundum líka [[bygg]]i) og vatni en nútímaútgáfur eru yfirleitt úr blöndu af rúgmjöli og [[heilhveiti]] eða jafnvel heilhveiti eingöngu, stundum einnig [[haframjöl]]i, og nú er oft notað [[lyftiduft]] í þær. Stundum er líka settur sykur í deigið.
:''Flatbrauð getur einnig átt við [[flatkaka|flatköku]]''.
'''Flatbrauð''' af ýmsu tagi eru elsta og upprunalegasta [[brauð]]tegund sem mannkynið fór að gera og er talið að þau hafi verið bökuð í meira en sex þúsund ár. Flatbrauðbakstur virðist hafa þróast á svipaðan hátt víða um heim, raunar alls staðar þar sem kornrækt var tíðkuð, allt frá [[Mesópótamía|Mesópótamí]]u, [[Persía|Persíu]], [[Indland]]i og [[Kína]] til Evrópu, [[Mexíkó]] og Norður- og Suður-Ameríku.
 
Þau eru bökuð úr öllum [[korn]]tegundum sem ræktaðar eru í einhverjum mæli, svo sem [[hveiti]], [[maís]], [[hafrar|höfrum]], [[rúgur|rúgi]], [[bókhveiti]], [[hrísgrjón]]um, [[hirsi]] og [[dúrra|dúrru]], svo og úr [[baunir|baunum]], [[linsubaunir|linsubaunum]] og rótargrænmeti eins og [[kartafla|kartöflum]]. Oft eru þau án [[lyftiefni|lyftiefna]] (ósýrð) en í sum eru notuð lyftiefni, ýmist [[ger]], [[lyftiduft]], [[matarsódi]] eða önnur efni. Sum eru steikt á pönnu, önnur bökuð á glóð eða heitum steinhellum eða í ofni. Sum eru næfurþunn, einkum þau sem eru án lyftiefna, önnur nokkurra sentímetra þykk og matarmikil.
Flatkökurnar eru oftast um 15 cm í þvermál og 2-3 mm á þykkt, brúnleitar með svörtum flekkjum. Upphaflega voru þær bakaðar á [[hlóðir|hlóðum]], annaðhvort settar beint á glóðina eða bakaðar á járnplötu sem sett var ofan á glóðina. Seinna, þegar eldavélar komu til sögunnar, voru kökurnar bakaðar á eldavélarhellu og nú eru þær oft bakaðar á steypujárnspönnu og staflað upp heitum eða jafnvel snöggbleyttar í vatni svo að þær harðni ekki.
 
Flatbrauð hafa ekki síst notið vinsælda þar sem eldsneytisskortur ríkir því þau eru oftast fljótbökuð og því þarf lítið eldsneyti þegar þau eru bökuð. Þetta gilti til dæmis um íslenskar [[flatkaka|flatkökur]], sem áður voru bakaðar á glæðum við [[hlóðir|hlóðaeld]] en nú oft á eldavélarhellu í heimahúsum.
Flatkökur eru oftast skornar í tvo, fjóra eða sex hluta og borðaðar með [[smjör]]i og [[hangikjöt]]i, [[kæfa|kæfu]], reyktum [[lax]]i, [[ostur|osti]] eða [[saltsíld]].
 
Af þekktum tegundum flatbrauðs má meðal annars nefna skandinavískt [[hrökkbrauð]], norskar [[lefsa|lefsur]], ítalskt [[focaccia]] og [[piadina]], indverskt [[chapati]], [[dosai]], [[roti]], [[paratha]], [[naan-brauð|naan]] og [[pappadum]], [[injera]] frá Eþíópíu, tyrkneskt [[pide]], arabískt [[khubz]] og [[pítubrauð]], persneskt/armenskt [[lavash]] og mexíkóskar [[tortilla|tortillur]]. [[Pizza|Pizzur]] eru þó líklega ein þekktasta flatbrauðstegundin.
== Tengt efni ==
* [[Rúgbrauð]]
 
== Heimildir ==
{{stubbur|Ísland|matur}}
* {{bókaheimild|höfundur=Jeffrey Alford og Naomi Duguid|titill=Flatbreads and Flavors|útgefandi=Morrow|ár=1995}}
* {{bókaheimild|höfundur=Alan Davidson|titill=The Oxford Companion to Food|útgefandi=Oxford University Press|ár=1999}}
 
[[Flokkur:Íslensk matargerð]]
[[Flokkur:Brauð]]