„Kleppsspítali“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gdh (spjall | framlög)
Gdh (spjall | framlög)
m Tengill
Lína 9:
Sem fyrr segir var vandi geðsjúkra og aðstandaenda þeirra mikill á þeim tíma er Kleppsspítali var stofnaður. Einnig var farið illa með geðsjúka og lífsskilyrði þeirra voru enganveginn á við þau sem heilbrigðir höfðu. Árið [[1901]] var gerð úttekt á hversu margir væru geðsjúkir í landinu (samkvæmt þess tíma skilgreiningu) og reyndust þeir 133, þar af 124 sem voru á sveit. Árið [[1880]] reyndust geðsjúkir vera 81, var því um mikla fjölgun að ræða á þessum rúmu tveimur áratugum.
 
Spítalinn breytti miklu, þó að hann gæti ekki tekið alla inn sem þurftu, og lét [[Guðmundur Björnsson]] þau orð falla á Alþingi um þremur mánuðum eftir opnun spítalans, að sjúkrahúsið hefði „getið sjer þann orðstír, að það sje einhver gagnlegasta stofnun þessa lands“.
 
Starfsemin í dag er gerbreytt með breyttum áherslum og tilkomu nýrra og betri meðferðarúrræða. Í dag eru reknar nokkrar deildir á Kleppsspítala, starfsemi þeirra felst aðallega í endurhæfingu, að veita þeim meðferð sem eiga við [[Geðklofi|geðklofa]] að stríða eða eru taldir vera að veikjast af geðklofa og einnig veita framhaldsmeðferð fyrir þá sem hafa strítt við geðklofa, að hjúkra þeim sem eru langtíma geðfatlaðir og líkamlega fatlaðir og að veita þeim meðferð sem eru alvarlega geðsjúkir og hafa takmarkað sjúkdómsinnsæi og þiggja ekki meðferð sjálfviljugir.