„Hornsíli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
Lína 21:
 
== Æxlun hornsíla ==
Atferli hornsíla er mjög sérstakt, sérstaklega hjá hængnum sem á [[Riðtímihrygningartími|riðtímahrygningartíma]] sér um eggin og seiðin og breytir um lit og verður rauður, enda kallaður ''rauðkóngur'' þegar þannig er á honum statt. ÁHrygingartími hornsíla er á vorin, en þá byggir hornsílishængurinn [[egg]]junum eins konar hús úr plöntuhlutum og fleiru, sem hægt væri að kalla hreiður, og er það á stærð við mannshnefa. Þegar þessum undirbúningi er lokið, fær hann hrygnu — með góðu eða illu — til að synda inn í hreiðrið. Er hún hefur hrygnt þar, rekur hann hana burt. Hængurinn frjóvgar svo eggin með sviljasafa og tekur sér varðstöðu við hreiðrið og ver það af miklum ákafa. Hann gætir ekki aðeins eggjanna allan tímann sem þau eru að klekjast, heldur lítur einnig eftir seiðunum um skeið, eftir að þau eru komin úr eggjunum. Syndi þau úr hreiðrinu, eltir hann þau uppi, tekur í munninn og syndir með þau að hreiðrinu og hreinlega spýtir þeim inn í það aftur. Seiðin halda til í hreiðrinu í u.þ.b. eina viku áður en þau taka að bjarga sér sjálf.
 
== Fæðuhættir ==