„Eðallofttegund“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: pap:Gas inerto
Ekkert breytingarágrip
Lína 23:
|}
 
'''Eðallofttegundir''' (einnig '''eðalgastegundir''' eða '''eðalgös''') er heiti yfir safn [[frumefni|frumefna]] í 188. efnaflokki [[lotukerfið|lotukerfisins]]. Þessi [[efnaflokkur]] inniheldur [[helín]], [[neon]], [[argon]], [[krypton]], [[xenon]] og [[radon]]. Þessar lofttegundir voru áður fyrr flokkaðar sem ''óvirkt gas'', en það hugtak er ekki alveg rétt því að sum þeirra taka þátt í [[efnahvarf|efnahvörfum]]. Annað eldra hugtak var ''sjaldgæft gas'', þrátt fyrir að efnin samsvari góðum hluta [[andrúmsloft]]s [[jörðin|jarðar]] (0.93% eftir rúmtaki og 1.29% eftir þyngd).
 
Sökum óhvarfgirni þeirra voru eðallofttegundir ekki uppgötvaðar fyrr en árið [[1868]] þegar helín var uppgötvað, með [[litrófsriti|litrófsrita]], í [[sólin]]ni. Einangrun helíns á jörðu beið þar til ársins [[1895]]. Eðallofttegundirnar hafa mjög veika aðdráttarkrafta milli atóma, og þar af leiðandi mjög lágan [[bræðslupunktur|bræðslupunkt]] og [[suðupunktur|suðupunkt]]. Það útskýrir hvers vegna þau eru öll í gasformi undir eðlilegum kringumstæðum, jafnvel þau sem hafa meiri [[atómmassi|atómmassa]] en mörg fastra efna.