„Perceval eða Sagan um gralinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
LaaknorBot (spjall | framlög)
m r2.5.2) (robot Breyti: es:Perceval o el cuento del Grial
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Perceval-Chretien.jpg|thumb|right|350px|Myndskreyting við ''Perceval''.]]
 
'''Perceval eða Sagan um gralinn''' er [[franska|frönsk]] [[ljóðsaga]] eftir [[Chrétien de Troyes]], sem var eitt virtasta skáld [[miðaldir|miðalda]] og sótti gjarnan yrkisefni til sagna um [[Arthúr konungur|Arthúr konung]] og [[riddari|riddara]] hans. ''Perceval'' var síðasta verk höfundarins, samið á árabilinu 1180–1191, en hann lést án þess að hafa lokið verkinu. En þrátt fyrir lausa enda er Perceval með bestu [[riddarasögur|riddarasögum]] miðalda, er raunsærri en flestar þeirra og full góðlátlegrar kímni.
 
Í fyrri hlutanum segir frá Perceval, ungum manni sem yfirgefur móður sína til að verða riddari. Í kastala Fiskikonungsins sér hann [[gralinngral]]inn og þáspjótið með oddinum sem blæðir úr. Þá verða straumhvörf í lífi hans.
 
Í síðari hlutanum er fjallað um ævintýri riddarans Gauvains, og vandræði sem hljótast oft af samskiptum hans við konur.
 
''Perceval eða Sagan um gralinn'' kom út 2010 í íslenskri þýðingu Ásdísar R. Magnúsdóttur, í ritröðinni [[Lærdómsrit Bókmenntafélagsins]]. Þar er verkið þýtt eins og það er í frönskum handritum frá fyrri hluta 13. aldar.
 
== Parcevals saga ==
''Perceval eða Sagan um gralinn'', er eitt þriggja verka Chrétiens sem þýdd voru á [[fornnorska|norrænu]] (íslensku) á 13. öld, og kallast þar ''[[Parcevals saga]]''. Þýðingin er í lausu máli, og talsvert stytt. Síðari hluti verksins kallast þar ''[[Valvens þáttur]]'', eftir riddaranum Valven (Gauvain) sem er þar í aðalhlutverki.
 
Hin verkin sem til eru í 13. aldar þýðingu, eru ''[[Erex saga]]'' og ''[[Ívents saga]]''.
 
''Perceval eða Sagan um gralinn'' kom út 2010 í íslenskri þýðingu Ásdísar R. Magnúsdóttur, í ritröðinni [[Lærdómsrit Bókmenntafélagsins]]. Þar er verkið þýtt eins og það er í frönskum handritum frá fyrri hluta 13. aldar.
 
[[Flokkur:Riddarasögur]]