„Alþjóðlega hljóðstafrófið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Almar D (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Almar D (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Alþjóðlega hljóðstafrófið''' eða '''Alþjóðlega hljóðritunarstafrófið''' ([[enska]]: ''International Phonetic Alphabet'', skammstafað IPA) er sérstakt stafróf sem er sérstaklega hannað til að lýsa öllum [[hljóð]]um mannlegs máls til hljóðritunar. Það var að frumkvæði [[Alþjóðlega hljóðfræðifélagið|Alþjóðlega hljóðfræðifélagsins]] (e. ''International Phonetic Association'') árið 1886 sem málvísindamenn hófu að þróa samræmt hljóðritunarstafróf. Nú til dags nýtist það [[málvísindi|málvísindamönnum]], [[talmeinafræði|talmeinafræðingum]], [[söngvari|söngvurum]] og [[leikari|leikurum]] svo fátt eitt sé nefnt.
 
Með Alþjóðlega hljóðstafrófinu er leitast við að lýsa áþreifanlegum eiginleikum mælts máls, þá [[hljóðan|hljóðönum]], [[hljómfall]]i og greina það niðurniðurgreiningu í [[orð]] og [[atkvæði]]. Því eru þó takmörk sett þegar kemur að smæstu smáatriðum, en reynt hefur verið að auka á notagildi þess með viðbótartáknum.
 
Þau grunntákn sem stuðst er við í Alþjóðlega hljóðstafrófinu eru [[stafur|stafir]] og [[sérmerki]] (e. diacritics). Hægt er að hljóðrita af mismikilli nákvæmni með notkun téðra sérmerkja og eru þau í stöðugri þróun. Alþjóðlega hljóðfræðifélagið bætir, fjarlægir og breytir stöfum eftir því sem þörf er á. Núorðið eru stafirnir alls 107, sérmerkin 52 og hljómfallstákn fjögur í stafrófinu.