„Borðspil“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Dæmi um borðspil: Lagfæringar á tengli
Tryggvib (spjall | framlög)
Bætti við sögu borðspila
Lína 4:
 
Borðspil geta verið byggð á slembni, kænsku, samningum eða blöndu af öllum leikþáttum. Borðspil koma í mörgum mismunandi tegundum. Sum borðspil hafa ríkt þema og sögu eins og [[Catan landnemarnir]] þar sem spilarar nema land á eyjunni Catan og byggja upp borgi og bæi. Önnur spil hafa ekkert þema eins og [[hornskák]] þar sem spilarar færa dökka og ljósa (oftast svarta og hvíta) leikmenn á taflborði með 64 ferköntuðum reitum. Borðspil geta verið spiluð af mismörgum spilurum, allt frá einum spilara til stórs hóps með tugum spilara og eru misflókin. Borðspil eins og [[mylla]], þar sem leikmenn setja táknin ''X'' og ''O'' á borð sem skipt er upp í níu hólf og reyna að ná þremur táknum í röð, teljast einföld miðað við spil eins og stríðsspilið [[World in Flames]]. Enn önnur borðspil, eins og [[Gó]] hafa einfaldar reglur sem bjóða upp á mjög flóknar aðstæður.
 
== Saga borðspila ==
 
Fyrsta borðspilið er almennt talið vera [[Senet]] sem fannst meðal annars í gröfum [[Fyrsta konungsættin|fyrstu konungsættarinnar]] í [[Egyptaland|Egyptalandi]]. Út frá aldri grafanna er það vitað að Senet var spilað í kringum 3100 fyrir Krist. Fyrsta borðspilið í fullri mynd er talið vera [[Konunglegi leikurinn af Ur]] sem var búinn til í kringum 2500 fyrir Krist. Bæði Senet og Konunglegi leikurinn af úr teljast vera kapphlaupsleikir og forverar [[Kotra|Kotru]] en elsta útgáfan af Kotru (ólík þeirri sem spiluð er í dag) er talin vera frá árinu 3000 fyrir Krist.
 
Vegna Senet og Konunglega leiksins af Ur er því talið að borðspilið hafi verið fundið upp í [[Mið-Austurlönd|Mið-Austurlöndunum]]. Í kringum 500-400 fyrir Krist fer að bera á leikjum í [[Asía|Asíu]]. Um 500 fyrir Krist er talið að [[Pachisi]], sem líkist [[Lúdó]], hafi verið fundið upp í [[Indland|Indlandi]] og árið 400 fyrir Krist er taflið [[Gó]] fyrst nefnt en það var í kínverska ritinu [[Zuo Zhuan]]. Á Norðurlöndunum ryður [[tafl]] sér rúms í kringum 400 eftir Krist.
 
Árið [[1930]] tekur spilið [[Monopoly]] á sig endanlega mynd en borðspilið var upphaflega fundið upp af [[Elizabeth J. Magie Phillips]] árið 1903 (undir nafninu The Landlord's Game) til að sýna hættur einokunar. Fyrstu nútímastríðsspilin koma fram undir lok 6. áratugar 20. aldar með spilunum [[Risk]] sem var gefið út 1957 og [[Diplomacy]] sem kom fyrst út árið 1959.
 
Upp úr árinu 1980 mótaðist þróunarstefna í borðspilum sem kennd er við Þýskaland eða Evrópu þar sem áhersla er lögð á einfaldar reglur, ríkt þema, stuttan eða miðlungslangan spilatíma, óbeint samspil spilara og þátttöku allra spilara á meðan borðspilinu stendur (enginn dettur út). Árið 1995 komu [[Catan landnemarnir]] út fyrst sem markaði upphaf innrásar þýsku borðspilana í Bandaríkjunum og um allan heim. Catan landnemarnir, sem hannað var af [[Klaus Teubner]], markaði einnig upphafið að svokölluðum hönnuðaleikjum. Hönnuðaleikur telst vera leikur þar sem hönnuður leiksins er tekin fram á borðspilaumbúðunum sjálfum. Í dag fylgjast borðspilaáhugamenn vel með útgáfu borðspila eftir eftirlætishönnuðina sína og margir hönnuðir, svo sem [[Allan R. Moon]], [[Reiner Knizia]] og [[Uwe Rosenberg]], njóta mikillar virðingar meðal margra spilara.
 
== Flokkun borðspila ==
Lína 26 ⟶ 36:
* Kapphlaupsspil
* Kortaspil
* Lestarspil
* Orðaspil
* Partýspil
Lína 33 ⟶ 44:
 
== Dæmi um borðspil ==
 
Innan hvers borðspilaflokks er fjöldi borðspila sem þrátt fyrir að tilheyra sama flokki eru mjög mismunandi. Vefsvæði [[Boardgamegeek]] heldur utan um gagnagrunn með hátt í 50 þúsund borðspilum. Í gagnagrunni Boardgamegeek er spilum raðað í röð eftir einkunnagjöf samfélags vefsvæðisins. Efstu þrjú spilin á listanum eru:
 
[[Mynd:Deskohraní 08-09-27 214.jpg|thumb|Villa Paletti]]
Lína 38 ⟶ 51:
[[Mynd:Playing-risk-venezuela.JPG|thumb|Risk]]
[[Mynd:Nepomuk 280 - Osadníci z Katanu.jpg|thumb|Catan landnemarnir]]
 
Innan hvers borðspilaflokks er fjöldi borðspila sem þrátt fyrir að tilheyra sama flokki eru mjög mismunandi. Vefsvæði [[Boardgamegeek]] heldur utan um gagnagrunn með hátt í 50 þúsund borðspilum. Í gagnagrunni Boardgamegeek er spilum raðað í röð eftir einkunnagjöf samfélags vefsvæðisins. Efstu þrjú spilin á listanum eru:
 
# [[Twilight Struggle]]
Lína 63 ⟶ 74:
** [[Bohnanza]]
** [[Phase 10]]
* Lestaspil
** [[1829 (borðspil)|1829]]
** [[Chicago Express]]
** [[Steam]]
* Orðaspil
** [[Fimbulfamb]]