„Borðspil“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tryggvib (spjall | framlög)
Endurraðaði síðu og bætti við texta um borðspilafélög
Lína 1:
[[Mynd:Brettspiel Kardinal und König.jpg|thumb|250px|Dæmi um þýskt borðspil]]
 
'''Borðspil''' er [[leikur]] þar sem þátttakendur nota ýmsa smáhluti, eins og leikmennpeð, spil og teninga, til að framfylgja ákveðnum [[regla|reglum]] á sérstöku spilaborði. Í flestum borðspilum vinna þátttakendur leiksins, ''spilararnir'', að því að vinna aðra spilara og sigur er þá mældur í fjölda stiga, staðsetningar á borði, spilapeningum eða álíka. Í nokkrum borðspilum vinna spilarar saman gegn sjálfu spilinu og reyna að ná sameiginlegu [[markmið]]i áður en slembni í spilinu kemur í veg fyrir það.
 
Borðspil geta verið byggð á slembni, kænsku, samningum eða blöndu af öllum leikþáttum. Borðspil koma í mörgum mismunandi tegundum. Sum borðspil hafa ríkt þema og sögu eins og [[Catan landnemarnir]] þar sem spilarar nema land á eyjunni Catan og byggja upp borgi og bæi. Önnur spil hafa ekkert þema eins og [[hornskák]] þar sem spilarar færa dökka og ljósa (oftast svarta og hvíta) leikmenn á taflborði með 64 ferköntuðum reitum. Borðspil geta verið spiluð af mismörgum spilurum, allt frá einum spilara til stórs hóps með tugum spilara og eru misflókin. Borðspil eins og [[mylla]], þar sem leikmenn setja táknin ''X'' og ''O'' á borð sem skipt er upp í níu hólf og reyna að ná þremur táknum í röð, teljast einföld miðað við spil eins og stríðsspilið [[World in Flames]]. Enn önnur borðspil, eins og [[Gó]] hafa einfaldar reglur sem bjóða upp á mjög flóknar aðstæður.
 
== Borðspilamenning á Íslandi ==
 
Á Íslandi eru starfræktar tvær borðspilaverslanir, [[Spilavinir]] og [[Nexus (borðspil)|Nexus]]. Auk þeirra selja allar helstu verslanir á Íslandi úrval valinna og þekktra borðspila með íslenskum reglum. Á Íslandi starfa einnig nokkur óformleg og formleg borðspilafélög sem halda reglulega borðspilakvöld og borðspilamót fyrir meðlimi og gesti.
 
=== Verslanir með borðspil ===
 
* '''[[Spilavinir]]''' er verslun sem hefur verið rekin frá árinu 2007 og sérhæfir sig eingöngu í spilum, svo sem borðspilum og púsluspilum fyrir fjölskyldur og vinahópa. Spilavinir ýta gagngert undir aukna borðspilamenningu á Íslandi með því að halda borðspilakvöld í versluninni en taka einnig við bókunum um að halda spilakvöld á öðrum stöðum, svo sem skólum og félagsmiðstöðvum. Verslun Spilavina er staðsett á Langholtsvegi 126.
 
* '''[[Nexus (borðspil)|Nexus]]''' sérhæfir sig aftur á móti í hverskyns sérvörum fyrir áhugamenn, svo sem borðspil, hlutverkaleiki, myndasögur, kvikmyndir, vísindaskáldsögum og fleira. Versluninni er skipt upp í tvo hluta. Annar hluti verslunarinnar selur myndasögur, skáldsögur og kvikmyndir. Hinn hluti verslunarinnar selur hverskyns spil og þar á meðal borðspil. Nexus rekur einnig spilasal ætluðum ýmsum spilahópum sem Hugleikjafélag Reykjavíkur hefur umsjón með. Verslun Nexus er staðsett á Hverfisgötu 103.
 
== Flokkun borðspila ==
Lína 78 ⟶ 68:
** [[Puerto Rico]]
** [[Ticket to Ride]]
 
 
== Borðspilamenning á Íslandi ==
 
Á Íslandi eru starfræktar tvær borðspilaverslanir, [[Spilavinir]] og [[Nexus (borðspil)|Nexus]]. Auk þeirra selja allar helstu verslanir á Íslandi úrval valinna og þekktra borðspila með íslenskum reglum. Á Íslandi starfa einnig nokkur óformleg og formleg borðspilafélög sem halda reglulega borðspilakvöld og borðspilamót fyrir meðlimi og gesti.
 
=== Verslanir með borðspil ===
 
* '''[[Spilavinir]]''' er verslun sem hefur verið rekin frá árinu 2007 og sérhæfir sig eingöngu í spilum, svo sem borðspilum og púsluspilum fyrir fjölskyldur og vinahópa. Spilavinir ýta gagngert undir aukna borðspilamenningu á Íslandi með því að halda borðspilakvöld í versluninni en taka einnig við bókunum um að halda spilakvöld á öðrum stöðum, svo sem skólum og félagsmiðstöðvum. Verslun Spilavina er staðsett á Langholtsvegi 126.
 
* '''[[Nexus (borðspil)|Nexus]]''' sérhæfir sig aftur á móti í hverskyns sérvörum fyrir áhugamenn, svo sem borðspil, hlutverkaleiki, myndasögur, kvikmyndir, vísindaskáldsögum og fleira. Versluninni er skipt upp í tvo hluta. Annar hluti verslunarinnar selur myndasögur, skáldsögur og kvikmyndir. Hinn hluti verslunarinnar selur hverskyns spil og þar á meðal borðspil. Nexus rekur einnig spilasal ætluðum ýmsum spilahópum sem Hugleikjafélag Reykjavíkur hefur umsjón með. Verslun Nexus er staðsett á Hverfisgötu 103.
 
=== Borðspilafélög ===
 
* '''[[Hugleikjafélag Reykjavíkur]]''' var stofnað 21. nóvember 2010 með það að markmiði að auka þátttöku í borðspilum, herkænskuspilum, safnkortaspilum, spunaspilum og tölvuleikjum, sem ganga undir nafninu hugleikir. Félagið rekur félagsheimili í húsnæði á vegum verslunarinnar Nexus að Hverfisgötu 103. Hvert áhugasvið innan Hugleikjafélags Reykjavíkur er úthlutaður einn dagur í viku þar sem félagsmenn geta hist og stundað áhugamálið. Borðspil eru spiluð á mánudögum.
 
* '''[[Leikjavík]]''' er verkefni styrkt af [[Reykjavík|Reykjavíkurborg]] um rekstur á stað í Reykjavík þar sem hver sem er getur litið inn, hitt fólk og spilað borðspil að kostnaðarlausu. Leikjavík var opnuð 12. nóvember 2010 í húsnæði [[Múltí Kúltí]] að Barónsstíg 3. Verkefnið er einnig stutt af verslununum Spilavinir og Nexus. Leikjavík er opin öll kvöld vikunnar nema mánudagskvöld milli klukkan 19 og 23.
 
* '''[[Sfinxinn (borðspil)|Sfinxinn]]''' er borðspilafélag sem stofnað var í febrúar 2010 í Reykjavík. Félagið hefur ekki fasta staðsetningu þar sem félagsmenn hittast og spila borðspil en spilaði í spilasal verslunarinnar Nexus á mánudagskvöldum allt til stofnunar Hugleikjafélags Reykjavíkur í lok nóvember 2010. Félagsmenn sjálfir koma með eigin spil á spilakvöldin en flest spilin flokkast sem evrópsk borðspil. Sfinxinn hefur haldið lítil borðspilamót, meðal annars í kortaspilinu Dominion. Skipulag og samskipti félagsmanna fer fram á vefsvæði félagsins á [http://sfinxinn.net] þar sem félagið heldur úti líflegu spjallborði.
 
== Ytri tenglar ==