„Sviss“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Escarbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: rw:Ubusuwisi Breyti: ckb:سویسرا
D’Azur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 70:
 
== Tungumál og þjóð ==
[[Mynd:Karte Schweizer Sprachgebiete 20102011.png|thumb|Kort af útbreiðslu tungumála í Sviss. Rautt = þýska, fjólublátt = franska, grænt = ítalska og gult = rómanska.]]
Sviss myndaðist ekki af einni þjóð, heldur sem bandalag mismunandi héraða sem ákváðu að tengjast af pólitískum ástæðum. Upphaflegu kantónurnar voru þýskumælandi en eftir því sem fleiri héruð bættust við, bættust frönsku- og ítölskumælandi íbúar við. Af sömu ástæðu eru einnig fleiri en eitt tungumál talað í landinu. Þjóðtungurnar eru fjórar: þýska (svissnesk þýska) um allt miðbik landsins, franska í vestri, ítalska fyrir sunnan og rómanska fyrir austan. Síðastnefnda málið er minnst útbreitt af málum þessum og er leifar af [[Latína|latínu]] og germönsku frá tímum Rómverja. Langflestir tala þó þýsku eða tæp 64%. Um 20% tala frönsku. Að mestu leyti eru málamörkin skýr, sérstaklega í sveitum. En í nokkrum borgum eru tvö mál töluð, til dæmis í Fribourg (Freiburg), Neuchâtel (Neuenburg) og Biel (Bienne), þar sem bæði er töluð þýska og franska.
 
Lína 85:
=== Kantónur ===
{{Aðalgrein|Kantónur í Sviss}}
[[Mynd: KARTEKarte schweizKantone verwaltungsgliederungder Schweiz farbig 2011.png|thumb|Yfirlit yfir kantónurnar 26]]
Sviss samanstendur af 26 kantónum, misstórum og misfjölmennum. Upphaflegu kantónurnar voru þrjár ([[Uri]], [[Schwyz]] og Unterwalden) en þær mynduðu Sviss þegar árið 1291. Unterwalden samanstendur af tveimur hálfkantónum ([[Nidwalden]] og [[Obwalden]]). Bern er stærsta kantónan með tæplega 6.000 km² en [[Basel-Stadt|Baselborg]] er minnst með aðeins 37 km². Fjölmennust er [[Zürich (fylki)|Zürich]] með 1,2 milljón íbúa en [[Appenzell Innerrhoden]] er aðeins með 17 þúsund íbúa. Þrátt fyrir þennan mun eru þingmenn kantónanna jafnmargir og jafnréttháir.