„Borðspil“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Brettspiel Kardinal und König.jpg|thumb|250px|Dæmi um þýskt borðspil]]
 
'''Borðspil''' er [[leikur]] þar sem þátttakendur nota ýmsa smáhluti, eins og leikmenn, spil og teninga, til að framfylgja ákveðnum [[reglurregla|reglum]] á sérstöku spilaborði. Í flestum borðspilum vinna þátttakendur leiksins, ''spilararnir'', að því að vinna aðra spilara og sigur er þá mældur í fjölda stiga, staðsetningar á borði, spilapeningum eða álíka. Í nokkrum borðspilum vinna spilarar saman gegn sjálfu spilinu og reyna að ná sameiginlegu [[markmið]]i áður en slembni í spilinu kemur í veg fyrir það.
 
Borðspil geta verið byggð á slembni, kænsku, samningum eða blöndu af öllum leikþáttum. Borðspil koma í mörgum mismunandi tegundum. Sum borðspil hafa ríkt þema og sögu eins og [[Catan landnemarnir]] þar sem spilarar nema land á eyjunni Catan og byggja upp borgi og bæi. Önnur spil hafa ekkert þema eins og [[hornskák]] þar sem spilarar færa dökka og ljósa (oftast svarta og hvíta) leikmenn á taflborði með 64 ferköntuðum reitum. Borðspil geta verið spiluð af mismörgum spilurum, allt frá einum spilara til stórs hóps með tugum spilara og eru misflókin. Borðpil eins og [[mylla]], þar sem leikmenn setja táknin ''X'' og ''O'' á borð sem skipt er upp í níu hólf og reyna að ná þremur táknum í röð, teljast einföld miðað við spil eins og stríðsspilið [[World in Flames]]. Enn önnur borðspil, eins og [[Gó]] hafa einfaldar reglur sem bjóða upp á mjög flóknar aðstæður.