„Saga Kópavogs“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 86:
|}
 
Á árunum 1949-1954 var unnið að heildarsýn í skipulagsmálum bæjarins. Framfarafélagið Kópavogur var stofnað árið 1945 og hafði á stefnuskrá sinni endurbætur í ýmsum málum, svo sem menningu, menntun, samgöngum, síma- og póstsamskiptum, vatnsveitu og jarðrækt. Rafmagn var komið í sum hús í Kópavogi árið 1940 en var komið í flest hús árið 1945. Fyrsta skólahald í Kópavogi var veturinn 1945-1946 í húsi á Hlíðarvegi. Kennsla hófst síðan í Kópavogsskóla árið 1949; í skólanum voru 232 nemendur árið 1951 en árið 1957 voru þeir orðnir 580. Árið 1946 var fyrst lögð vatnsveita í Kópavogi og árið 1948 var fyrsta holræsið lagt frá Kópavogsskóla niður í Kópavogslæk. Kópavogshöfn var byggð árið 1952-1953 og árið 1952 var póstafgreiðsla opnuð í bænum. Ungmennafélagið Breiðablik var stofnað árið 1950. Tvær litlar matvöruverslanir opnuðu í Kópavogi árið 1945 en Kaupfélag Kópavogs hóf rekstur árið 1952.<ref name="frumbyggd og hreppsar">Adolf J. E. Petersen (ritstj.), ''Saga Kópavogs - Frumbyggð og hreppsár'' (Lionsklúbbur Kópavogs, 1983).</ref><ref name="bekkjarsystkin">Helga Sigurjónsdóttir. ''Sveitin mín - Kópavogur. Frásagnir bekkjarsystkina.'' Skóli Helgu Sigurjónsdóttur, Kópavogi, 2002.</ref>
 
== Kaupstaður ==