„Skólavarðan (Reykjavík)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Skólavarðan''' var ferhyrndur stein[[turn]] sem stóð á [[Skólavörðuholt]]i í [[Reykjavík]] þar sem nú er styttan af [[Leifur Eiríksson|Leifi Eiríkssyni]] við enda [[Skólavörðustígur|Skólavörðustígs]]. Upphaflega hlóðu skólapiltar í [[Hólavallarskóli|Hólavallarskóla]] vörðuna úr ótilhöggnu grjóti árið [[1793]] en þá voru sjö ár síðan skólinn var fluttur frá [[Skálholt]]i þar sem upphaflega [[Skólavarðan (Skálholti)|Skólavarðan]] hafði staðið öldum saman og verið aðalfundarstaður þeirra þar. Þessi fyrsta skólavarða hrundi nokkrum árum síðar vegna hirðuleysis.
 
Árið [[1834]] lét [[Lorentz Angel Krieger]], stiftamtmaður, hlaða nýja skólavörðu á sama stað úr tilhöggnu grjóti. Þessi skólavarða var tvílyftur steinturn með gluggum á efri hæð og ofan á hana var bætt tréverki og [[þak]]i. Hún var um tíma nefnd ''Kriegersminde''. Skólavarðan stóð til [[1931]] þegar hún var rifin til að rýma fyrir styttu af [[Leifur Eiríksson|Leifi Eiríkssyni]] sem Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum í tilefni af [[Alþingishátíðin]]ni árið áður og stendur þar nú.
 
==Heimildir==