„Kúrdar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: lv:Kurdi
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Kúrdar''' eru [[þjóðarbrot]] af [[Indó-Evrópumenn|indó-evrópskum]] uppruna sem búa í fjallahéruðum [[Tyrkland]]s, [[Írak]]s og [[Íran]]s og í minna mæli í [[Sýrland]]i og [[Armenía|Armeníu]]. [[Tungumál]] þeirra, [[kúrdíska]], er [[Indó-evrópsk tungumál|indó-evrópskt tungumál]]. Þeir eru álitnir afkomendur [[Medar|Meda]] sem [[Heródótos]] talar um. [[Grikkland hið forna|Gríski]] sagnaritarinn [[Xenófon]] talar um þá í verki sínu ''[[Austurför Kýrosar]]'' sem „Kardúka“, fjallabúa sem réðust á her hans um [[400 f.Kr.]]
 
Kúrdar eru um 1530-2035 milljónir og eru þar með stærsta ríkislausa þjóðarbrot heims. Sumir þeirra berjast fyrir auknu sjálfræði og stofnun [[Kúrdistan|ríkis kúrda]].
 
Kúrdar eru flestir [[Súnní Íslam|súnnítar]] en fyrir útbreiðslu [[íslam]] aðhylltust þeir [[sóróismi|sóróisma]]. Margir þeirra tóku afstöðu með [[Íran]] í [[Stríð Íraks og Írans|stríðinu milli Írans og Íraks]] sem leiddi meðal annars til ofsókna gegn þeim í Írak.