„Fyrsti maí“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:HaymarketRiot-Harpers.jpg|thumb|Mynd úr Harper's Weekly frá 1886 er útbreiddasta myndina af Blóðbaðinu á Haymarket í Chicago.]]
'''Fyrsti maí''', einnig kallaður '''hátíðisdagur verkamanna''' er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. [[1889]] hittust fulltrúar (annarra) alþjóðasamtaka kommúnista á ráðstefnu í [[París]], í tilefni af því að hundrað ár væru liðin frá því að Parísarbúar tóku Bastilluna. Þar var ákveðið að gera fyrsta maí að baráttudegi hreyfingarinnar.
 
Þessi tiltekni dagur var valinn meðal annars til að minnast [[Blóðbaðið á Haymarket|blóðbaðsins á Haymarket]] í [[Chicago]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] þremur árum áður. Á [[Ísland]]i var fyrsta kröfugangan á fyrsta maí gengin [[1923]] og hefur dagurinn verið löggiltur frídagur á Íslandi síðan [[1966]].
 
Í [[Bandaríkjunum]] og [[Kanada]] er haldið upp á verkalýðsdag (Labor Day) fyrsta sunnudag í september. Hugmyndin um að heiðra verkamenn á þennan hátt var sett fram í Bandaríkjunum árið 1882 og fyrstu lagaákvæðin voru sett þar árið 1887. Í [[Ástralía|Ástralíu]] og [[Nýja-Sjáland|Nýja-Sjálandi]] er haldið upp á verkalýðsdag í október.
 
==Tenglar==
[http://www.almanak.hi.is/rim.html#verkal%C3%BD%C3%B0sdagurinn Almanaksskýringar] Þorsteinn Sæmundsson, á vef Almanaks Háskóla Íslands, síðast breytt 24. 9. 2010
[[Flokkur:Stéttabarátta]]
[[Flokkur:Hátíðisdagar]]