„DNA-raðgreining“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Arnar Palsson (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''DNA raðgreining (DNA sequencing)''' er samheiti yfir aðferðir til að komast að því hver basaröð [[DNA]]-búts er. Sú aðferð sem hefur hvað mest verið notuð er svokölluð Sanger-raðgreining. Aðferðin byggir á því að DNA fjölliðunarhvarf er sett af stað. Í hvarfinu eru auk venjulegra hvarfefna einnig til staðar breytt núkleótíð, ddNTP. Þegar ddNTP er sett inn í röðina í stað dNTP stöðvast fjölliðunin því á ddNTPið vantar OH-hóp sem er nauðsynlegur fyrir hvarfið. Þar sem ddNTPið er sett inn á handahófskenndum stöðum fást að lokum allar mögulegar styttri útgáfur af upprunalega bútnum. Raðirnar eru svo aðskildar eftir stærð með rafdrætti. Áður fyrr voru einfaldlega sett af stað 4 mismunandi hvörf, eitt fyrir hvert núkleótíð. Síðan var rafdregið á geli. Nú eru yfirleitt notast við flúrmerkt ddNTP og rafdregið í örpíplum. Hægt er að raðgreina um 1000 basa langa röð með Sanger-raðgreiningu en algengast er að fá 500-700 basa raðir.
 
Einnig er til [[prótín raðgreining]], en slíkt hefur verið erfiðara í framkvæmd en DNA raðgreining.