„Garðaríki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Nafnið ''Garðaríki'' er venjulega talið merkja „ríki hinna víggirtu borga“, og er sennilega dregið af röð sænsk-slavneskra borga meðfram rússnesku stóránum. Aldeigjuborg var þeirra nyrst. ''Garður'' er af sömu rót og slavneska orðið ''grad'' eða ''gorod'' = „borg“ eða „virki“. Garður þýðir m.a. veggur, varnarveggur, virki, en fór síðar að vísa einnig til þess sem var innan virkisveggjanna, þ.e. borgarinnar.
 
Þegar Svíar fóru að sækja inn á svæðið voru þeir af innfæddum kallaðir ''Rus''. Talið er að nafnið sé dregið af [[finnska]] nafninu á Svíþjóð (''Ruotsi'') eða því [[eistneska]] (''Rootsi''). Þróun stjórnmála leiddi síðar til þess að farið var að nota þetta nafn um Garðaríki: [[RússlandÚkraína]]. Annars hafa komið fram fleiri kenningar um uppruna nafnsins [[Rússar]].
 
Í fornsögunum og öðrum norrænum heimildum er ''[[Hólmgarður]]'' ([[Novgorod]]) talinn höfuðborg Garðaríkis. Aðrar borgir sem eru nefndar í fornsögunum eru [[Aldeigjuborg]] ([[Staraya Ladoga]] eða Gamla Ladoga), [[Kænugarður]] ([[Kiev]]), Palteskja ([[Polotsk]]), Smaleskja ([[Smolensk]]), Súrsdalar ([[Suzdal]]), Móramar ([[Murom]]), og Ráðstofa ([[Rostov]]).