„Karl Ísfeld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Karl Ísfeld''' ([[8. nóvember]] [[1906]] – [[27. september]] [[1960]]) var [[blaðamaður]], [[rithöfundur]] og mikilvirkur [[þýðandi]]. Þekktustu þýðingar eru goðsagnakvæðin finnsku, ''[[Kalevala]]'', en auk þess þýddi hann: ''[[Kátir voru karlar]]'' og ''[[Ægisgata (skáldsaga)|Ægisgata]]'' eftir [[John Steinbeck]] og ''[[Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni]]'' eftir [[Jaroslav Hasek]]. Ljóðabók hans, ''[[Svartar morgunfrúr]]'', kom út árið [[1946]].
 
Karl ísfeldÍsfeld var af þingeysku bergi brotinn, fæddur á Sandi í [[Aðaldalur|Aðaldal]], systursonur skáldanna [[Sigurjón Friðjónsson|Sigurjóns]] og [[Guðmundur Friðjónsson|Guðmundar Friðjónssona]]. Móðir hans var Áslaug Friðjónsdóttir en faðir hans var Níels Lilhendahl, kaupmaður á [[Akureyri]]. Karl ólst upp víðar en á einum stað í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði en settist tæplega tvítugur í fyrsta bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri, sem varð menntaskóli á námsárum hans. Hann lauk stúdentsprófi frá [[MA]] árið [[1932]]. Þá settist hann í norrænudeild háskólans; stundaði nám í þrjú ár, en lauk ekki prófi. Þá voru krepputímar á Íslandi og mörgum þröngur stakkur skorinn. Karl Ísfeld sneri sér þá að blaðamennsku, og varð hún aðalstarf hans upp frá því.
 
Karl Ísfeld var einn mikilvirkasti þýðandi óbundins máls á sínum tíma. Hann þýddi bækur af ýmsu tagi, frá reyfurum og til fremstu verka heimsbókmenntanna. Prentaðar þýðingar hans munu vera að minnsta kosti 30 en auk þess nokkrar óprentaðar. Merkustu ritin, sem fóru gegnum hendur hans til íslenzkra lesenda, eru goðsagnakvæðin finnsku, ''[[Kalevala]]'', mesta stórvirkið, sem Karl réðst í, tvö seinni bindin af Önnu Kareninu, ''[[Sagan um San Michele]]'', eftir [[Axel Munthe]] (þýdd ásamt [[Haraldur Sigurðsson|Haraldi Sigurðssyni]]), bækur [[John Steinbeck]]s, ''Kátir voru karlar'' og ''Ægisgata'' og ''Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni'' eftir Jaroslav Hasek.