„Norðurmýri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Aðgreining - Hlíðar
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Norðurmýri''' er hverfi í [[Reykjavík]] sem markast af [[Snorrabraut]] í vestri, [[Miklabraut|Miklubraut]] í suðri og [[Rauðarárstígur|Rauðarárstíg]] í austri. Norðurmörk hverfisins eru ýmist talin miðast við [[Njálsgata|Njálsgötu]], [[Grettisgata|Grettisgötu]] eða [[Laugavegur|Laugaveg]]. Það fer þannig eftir því hvernig hverfið er skilgreint hvort [[Austurbæjarbíó]] telst vera í Norðurmýri eða ekki. Hverfið dregur nafn sitt af [[mýri|mýrlendi]] sem var milli [[Skólavörðuholt|Skólavörðuholts]] og [[Rauðarárholt|Rauðarárholts]]. Nyrsti hluti Norðurmýrarinnar, ofan [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] og fram að sjó nefndist [[Elsumýri]]. Syðsti og austasti hlutinn liggur að [[MiklatúnKlambratún]]i. Í dag er stundum litið á Norðurmýri sem hluta af [[Hlíðar (íbúðahverfi)|Hlíðahverfi]], þó að Norðurmýri sé eldri.
 
Samkvæmt fyrstu tillögum að bæjarskipulagi Reykjavíkur frá [[1927]] var gert ráð fyrir að [[járnbrautarstöð]] risi í Norðurmýri. Horfið var frá því ráði og á ofanverðum [[1931-1940|fjórða áratugnum]] hófst þar bygging íbúðahverfis.