„Kvikmyndaskóli Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Kvsk logo.png|right]]
'''Kvikmyndaskóli Íslands''' er [[Ísland|íslenskur]] listaskóli sem sameinar þekkingu starfandi kvikmyndagerðarmanna, leikara og skálda, framleiðslufyrirtækja og sjónvarpsstöðva. Þú lærir að framleiða myndefni sem stenst alþjóðlegar gæðakröfur og á hverri önn eru um 90 myndir framleiddar við skólann. Mikið er lagt upp úr því að nemendur kynnist öllum hliðum iðnaðarins. Hér eru framleidd verkefni sem sýnd hafa verið í sjónvarpi, í kvikmyndahúsum og á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heim.
 
Kvikmyndaskóli Íslands starfar með viðurkenningu menntamálaráðuneytisins og samkvæmt lögum og aðalnámskrá framhaldsskóla. Rík áhersla er lögð á gæðamat og sérstök fagráð, skipuð fulltrúum hagsmunaaðila, sjá um eftirlit og úttektir á starfsemi skólans. Eftir hvern áfanga færðu sömuleiðis tækifæri til þess að viðra viðhorf þitt hvað kennsluna varðar og áfangann sjálfan. Skólinn er í stöðugri sjálfsskoðun til þess að tryggja þér fyrsta flokks menntun og vinnuumhverfi. Skólinn er einkaskóli og var stofnaður [[1992]]. Fram að [[2000]] voru þó einvörðungu haldin námskeið í nafni skólans en hann starfaði ekki sem slíkur. Skólinn er í eigu [[Böðvar Bjarki Pétursson|Böðvars Bjarka Péturssonar]] og fjölskyldu hans.