„Aðfangadagur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 9:
Árið 2010 framkvæmdi [http://gallup.is/ Gallup á Íslandi] könnun sem sýndi helstu venjur og siði og hve margir tækju þátt í þeim. Þar kom meðal annars fram að 98% landsmanna gefa jólagjafir. Menn gefa ekki bara sínum nánustu gjafir því 70% af fullorðnum íslendingum styrkja góð málefni fyrir eða um jólin. Þar kemur líka í ljós að þeir eldri eru gjafmildari en þeir yngri. Mikill áhugi er á jólaljósum og jólaskrauti en yfir 90% heimila eru skreytt með slíku. Og varðandi [[Jólatré|jólatrén]], þá eru 40% heimila með lifandi jólatré, en 12% heimila með ekkert tré.
 
Um þriðjungur Íslendinga sækir guðsþjónustu um jólin, eldra fólk oftar en það yngra. Eins sækja fleiri íbúar landsbyggðarinnar messur, eða 41% en 30% íbúaríbúa á höfuðborgarsvæðinu.
 
Það var alkunnur siður á Íslandi áður fyrr að húsfreyjan gekk í kringum bæinn á aðfangadagskvöld og mælti þessi orð: „Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu“.<ref>{{vefheimild |url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2783187 |titill=Gamlir jólasiðir |útgefandi=Þjóðviljinn |mánuður=13. desember |ár=1958 |mánuðurskoðað=17. nóvember |árskoðað=2010}}</ref>