„Harðfiskur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Laxinn19 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Laxinn19 (spjall | framlög)
m bæti við mynd
Lína 5:
==Vinnsla==
Hráefnið sem fer í harðfisk er ævinlega ferskt og er nær eingöngu um að ræða fisk sem veiddur er á línu, sem beitt er með síli, síld, gervibeitu eða Kyrrahafsmakríl. Slík veiðiaðferð er talin uppfylla kröfur um vistvænar veiðar einna best. Þegar fiskurinn er kominn í land er hann þurrkaður, en þrjár aðferðir eru helst notaðar við þurrkunina;
[[Image:Stockfisch in Iceland 2005.JPG|thumb|right|Útiþurrkun á [[Ísland]]i]]
 
* '''Útiþurrkun''', þar sem fiskurinn er handflakaður, flökin snyrt og hreinsuð og sjáanleg bein og blóð fjarlægð. Skorið er gat í sporðinn til að hengja flakið upp. Að því loknu eru flökin böðuð upp úr saltpækli (3,5%) og hengd upp í 4-6 vikur. Hjallarnir sem fiskurinn er hengdur upp í eru gjarnan staðsettir á annesjum eða þar sem vindar vel í gegnum þá, en þannig næst sem best og hröðust þurrkun. Hafa Vestfirðir þótt henta sérstaklega vel til þessarar vinnslu sökum þurrs loftslags.
* '''Heit loftþurrkun''', þar sem fiskurinn er handflakaður, flökin snyrt og hreinsuð og sjáanleg bein og blóð fjarlægð. Þá er hráefnið baðað upp úr 5% saltpækli, fiskurinn er síðan frystur, skorinn í bita og raðað á grind sem sett er inn í þurkklefa. Heita loftið veldur því að fiskurinn hitnar, en við það gufar vatn upp úr honum. Tekur þessi vinnsluaðferð um 36-48 klst.