„Karl Sörkvisson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Færði eina málsgrein fram
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Karl Sverkerssons sigill.jpg|thumb|right|Innsigli Karls Sörkvissonar.]]
'''Karl Sörkvisson''' ([[1130]] – [[12. apríl]] [[1167]]) var konungur [[Svíþjóð]]ar allrar frá [[1161]] til dauðadags. Hann var var sonur [[Sörkvir eldri|Sörkvis eldri]] Svíakonungs, sem var drepinn árið [[1155]] eða [[1156]], og [[Úlfhildur Hákonardóttir|Úlfhildar Hákonardóttur]]. Sennilega hefur hann orðið konungur eða jarl Austur-Gautlands þegar við lát föður síns en vitað er að Eiríkur helgi réði Vestur-Gautlandi [[1158]].
 
Danski aðalsmaðurinn [[Magnús Hinriksson]] réð [[Eiríkur helgi|Eiríki helga]] bana árið [[1160]] og tók sér konungsnafn, en árið [[1161]] féll hann í bardaga við Karl Sörkvisson. Eftir það nefndi Karl sig konung Svía og Gauta. EkkiLítið er margt vitað um ríkisstjórnartíð hans. Rússneskar heimildir segja að Svíar hafi farið í misheppnaða [[krossferð]] til [[Rússland]]s árið [[1164]] en um hana er ekkert vitað. Á ríkisstjórnartíma hans fengu Svíar sinn fyrsta erkibiskup, Stefán.
 
Árið 1163 hafði Karl gengið að eiga [[Kristín Stígsdóttir|Kristínu]], dóttur skánska höfðingjans Stígs Hvide, en móðir hennar var Margrét, systir [[Valdimar mikli Knútsson|Valdimars mikla]]. Sonur þeirra var [[Sörkvir yngri|Sörkvir]].
Lína 8:
Vorið 1167 sneri [[Knútur Eiríksson]], sonur Eiríks helga, heim úr útlegð, barðist við Karl á Visingö, eyju í [[Vättern]], felldi hann og varð síðan konungur, enda var Sörkvir yngri þá aðeins þriggja ára. Karl er grafinn í klaustrinu í Alvastra, sem foreldrar hans höfðu stofnað. Innsigli hans er elsta sænska konungsinnsiglið sem varðveist hefur.
 
Karl var fyrsti Svíakonungurinn með því nafni og ætti því að kallast Karl 1. Hann er hins vegar stundum nefndur Karl 7. en það er seinni tíma uppfinning og miðast við niðurtalningu frá [[Karl 9. Svíakonungur|Karli 9.]], sem tók sér konungsheiti út frá ''Gothorvm sveonvmqve historia'' (Saga Gota og Svía), sem Johannes Magnus skrifaði á [[16. öld]] og er uppspuni.
 
== Heimildir ==