„Bogfimi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
Lína 11:
Á miðöldum var bogfimi mun minna notuð í hernaði í Vestur-[[Evrópa|Evrópu]] en almennt er talið. Bogaskyttur voru oft verst launuðu hermenn herja, og jafnvel voru þeir teknir úr röðum bænda. Þetta var fyrst og fremst raunin sökum þess hve ódýrt var að koma upp fullbúinni bogaskyttu miðað við það hvað það kostaði að útbúa hermann með góða brynju og sverð. Bogar voru sjaldan miklir áhrifavaldar í stríðum þá og voru álitnir leikföng eða smælingjavopn af hefðarfólki. [[Víkingar]] notuðu þó boga í miklum mæli, með góðum árangri, í ránsferðum um alla strandlengju Vestur-Evrópu, og jafnvel langt inn á [[Miðjarðarhaf]] á [[9. öld|9.]] og [[10. öld]].
 
Á tíma [[hundraðárastríðið|hundraðárastríðsins]] voru [[England|Englendingar]] byrjaðir að nota stóra hópa bogaskytta sem öflugt vopn í hernaði. Ensku langbogarnir voru til á hverju heimili, en frjálsum bændum var skipað að æfa reglulega frá unga aldri. Sérhver strákur fékk boga í sinni hæð, og voru haldnar keppnir til þess að hvetja fólk til árangurs. Í hundraðárastríðinu skutu breskir langbogahermenn af bogunum með tveimur puttumfingrum; vísifingri og löngutöng. Franskir hermenn sem náðu bogaskytturnar herfangihertaka bogaskytturnar hjuggu þá gjarnan af þeim þá puttafingur, og er upp frá því komin sú ögrun sem þekkist á Bretlandseyjum enn í dag, að sýna þessa tvo putta sundurgleiddasundurglennta sem tákn um sigur.
 
Í bardaga myndu þeir gjarnan skjóta tveimur örvum í senn, öðrum hátt og öðrum lágt. Þær myndu hæfa andstæðinginn samtímis úr mismunandi stefnum, og gerðu þannig allar varnartilraunir erfiðar. Tilkoma [[bodkin haus]]a varð til þess að örvarnar höfðu meiri áhrif á skildi og brynjur.