Munur á milli breytinga „Svartidauði á Íslandi“

m
Breyti myndarstærð
m (Svarti dauði kom til Íslands 1402, sjá t.d. Vísindavefinn.)
m (Breyti myndarstærð)
[[Mynd:Holbein-death.png|right|250px]]
'''[[Svarti dauði]]''' var mjög skæð [[farsótt]], sem talin er hafa borist til [[Íslands]] [[vor]]ið [[1402]]. Hálfri öld fyrr, á árunum [[1348]]-[[1350]], hafði pestin gengið um alla Evrópu en barst þó ekki til Íslands, sennilega einfaldlega vegna þess að engin skip komu til landsins þau tvö ár sem hún geisaði á Norðurlöndum og í Englandi. Ýmist tókst ekki að manna skipin vegna fólksfæðar eða þá að skipverjar dóu á leiðinni og skipin komust aldrei alla leið. Töluverður vöruskortur var í landinu vegna siglingaleysis þessi ár og er meðal annars sagt að leggja hafi þurft niður altarisgöngur um tíma af því að prestar höfðu ekki [[messuvín]].