„Nýár“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Nýár''' eða '''Nýársdagurnýársdagur''', einnig nefndur ''áttidagur'' eða ''áttadagur'', vegna þess að hann er áttundi dagur jóla, er [[1. janúar]] ár hvert. Í vestrænni menningu er hann fyrsti dagur nýs almanaksárs á [[Gregoríska tímatalið|Gregoríska tímatalinitímatalinu]]. Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á [[áramót]]. Sem dæmi má nefna að [[Kínverjar]] hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum.
 
== Saga Nýársdagsnýársdags ==
Í [[Evrópu]] var byrjun ársins lengi vel mjög á reiki. [[Rómverjar]] höfðu í öndverðu látið árið hefjast [[1. mars]] og bera nokkur mánaðarheiti enn þess merki; [[október]] þýðir í raun 8. mánuður ársins, [[nóvember]] þann 9. og [[desember]] 10. mánuður ársins. Frá fyrstu öld fyrir upphaf tímatals okkar létu [[Rómverjar]] svo árið byrja 1. janúar.
 
Fyrstu páfarnir héldu sér við þá dagsetningu enda var ekki enn búið að ákvarða hinn opinbera fæðingardag [[Jesús Kristur|Jesú Krists]]. Í [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]] ákvað [[Konstantínus mikli]] hins vegar að árið skyldi hefjast [[1. september]], og sumir páfar fylgdu þeim sið.
 
Um árið 800 e.k. fyrirskipaði [[Karl mikli]] að í ríki sínu skyldi árið hefjast á boðunardegi Maríu meyjar [[25. mars]]. [[England|Englendingar]] tóku snemma upp [[Jóladagur|jóladag]] sem nýársdag og héldu sér við hann fram á 12. öld, en þá færðu þeir hann einnig yfir á 25. mars. Á næstu öldum gat opinber byrjun ársins verið ólík eftir ríkjum, héröðum og jafnvel hertogadæmum.
 
== Nýársdagur á Íslandi ==
Íslendingar tóku jóladag sem nýársdag eftir [[enska biskupakirkjunnar|ensku biskupakirkjunni]] eins og fleira, og héldu sér við hann fram til [[Siðaskiptin á Íslandi|siðaskipta]]. Árið [[1582]] fyrirskipaði [[Gregoríus páfi 13]]. að upphaf ársins skyldi aftur fært á 1. janúar. Mótmælendur í norðurálfunni þrjóskuðust lengi við, en að lokum breyttu þeir einnig tímatali sínu. Í norðurhluta [[Þýskaland|Þýskalands]], [[Danmörk|Danmörku]] og [[Noregur|Noregi]] var því 1. janúar tekinn upp sem nýársdagur árið 1700. Englendingar fylgdu ekki í kjölfarið fyrr en árið 1752, en [[Svíþjóð|Svíar]] reyndust allra þjóða fastheldnastir og gerðu 1. janúar ekki að nýársdegi fyrr en árið 1783.
 
Íslendingar virðast í þessu efni hafa verið á undan mörgum öðrum þjóðum hins lúterska rétttrúnaðar og reyndar á undan sjálfum páfanum. Í Nýja testamenti [[Oddur Gottskálksson|Odds Gottskálkssonar]] frá 1540 stendur nýársdagur við 1. janúar. Sama er að segja um þýðingu [[Gissur Einarsson (biskup)|Gissurar Einarssonar]] Skálholtsbiskups á kirkjuskipan Kristjáns konungs 3. árið 1537. [[Guðbrandur Þorláksson]] Hólabiskup gerði slíkt hið sama í nokkrum bóka sinna kringum 1600.
 
Meðan Íslendingar héldu áramótin á sama tíma og jólin er greinilegt að 1. janúar hefur verið meiriháttar veisludagur. Um [[Gissur Þorvaldsson]] segir til dæmis árið 1241 að „''hann„hann hafði fjölmennt jólaboð og bauð vinum sínum að hinum átta degi. Þar var mjöður blandinn og mungát heitt.''
 
== Tengt efni ==
* [[Listi yfir hátíðardaga Íslensku þjóðkirkjunnar]]
 
== Heimildir ==
* {{bókaheimild|höfundur=Árni Björnsson|titill=Jól á Íslandi|ár=1963}} bls. 88-96, 110, og heimildir sem þar er vísað til.
* Már Jónsson tók(ritstj.), saman{{bókaheimild|titill=Jónsbók|ár=2004}} bls. 316.
 
== Tenglar ==
* {{Vísindavefurinn|6550|Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?}}
* {{Vísindavefurinn|54839|Hversu gömul eru orðin áramót, nýársdagur, nýársnótt og gamlárskvöld?}}