„Nýár“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Nýár''' eða '''Nýársdagur''', einnig nefndur ''áttidagur'' eða ''áttadagur'', vegna þess að hann er áttundi dagur jóla, er [[1. janúar]] ár hvert og markar upphaf hvers árs á [[Vesturlönd|Vesturlöndum]]. Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á [[áramót]]. Sem dæmi má nefna að [[Kínverjar]] hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum.
 
==Saga Nýársdags==
Lína 11:
Íslendingar tóku jóladag sem nýársdag eftir [[enska biskupakirkjunnar|ensku biskupakirkjunni]] eins og fleira, og héldu sér við hann fram til [[Siðaskiptin á Íslandi|siðaskipta]]. Árið [[1582]] fyrirskipaði [[Gregoríus páfi 13]]. að upphaf ársins skyldi aftur fært á 1. janúar. Mótmælendur í norðurálfunni þrjóskuðust lengi við, en að lokum breyttu þeir einnig tímatali sínu. Í norðurhluta [[Þýskaland|Þýskalands]], [[Danmörk|Danmörku]] og [[Noregur|Noregi]] var því 1. janúar tekinn upp sem nýársdagur árið 1700. Englendingar fylgdu ekki í kjölfarið fyrr en árið 1752, en [[Svíþjóð|Svíar]] reyndust allra þjóða fastheldnastir og gerðu 1. janúar ekki að nýársdegi fyrr en árið 1783.
 
Íslendingar virðast í þessu efni hafa verið á undan mörgum öðrum þjóðum hins lúterska rétttrúnaðar og reyndar á undan sjálfum páfanum. Í Nýja testamenti [[Oddur Gottskálksson|Odds Gottskálkssonar]] frá 1540 stendur nýársdagur við 1. janúar. Sama er að segja um þýðingu Gissurar Einarssonar Skálholtsbiskups á kirkjuskipan Kristjáns konungs 3. árið 1537. Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup gerði slíkt hið sama í nokkrum bóka sinna kringum 1600.
 
Meðan Íslendingar héldu áramótin á sama tíma og jólin er greinilegt að 1. janúar hefur verið meiriháttar veisludagur. Um Gissur Þorvaldsson segir til dæmis árið 1241 að „hann hafði fjölmennt jólaboð og bauð vinum sínum að hinum átta degi. Þar var mjöður blandinn og mungát heitt.“