„Hljómskálagarðurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
 
Garðurinn var tónlistarstaður átaksins [[Inspired by Iceland]], þann [[1. júlí]] [[2010]].<ref>[http://www.visir.is/staersta-tonlistarveisla-sumarsins-i-hljomskalagardinum-i-kvold/article/2010917309140 Stærsta tónlistarveisla sumarsins í Hljómskálagarðinum í kvöld] Vísir</ref>
 
== Aðdragandi og fyrstu tillögur ==
 
Einar Helgason garðyrkjufræðingur hafði frumkvæði að því árið 1901 að boða til fundar í Hótel Íslandi um málefni Tjarnarsvæðisins. Þar var samþykkt að skora á bæjarstjórnina að tryggja að ekkert yrði gert til að spilla fyrir að gerður yrði skemmtistígur og lystigarður umhverfis Tjörnina. Slíkar hugmyndir höfðu þá verið settar fram í ræðu og riti næstu ár á undan. Viðbrögð bæjarstjórnar voru á þá leið að banna gerð mannvirkja meðfram þeim hlutum Tjarnarbakkans sem óbyggðir væru. Ekki treysti bærinn sér til að setja fjármagn í lystigarðsgerð að sinni, en að slíkt kæmi til greina síðar.
 
Sumarið 1908 dvaldist í Reykjavík [[Danmörk|danskur]] húsameistari, Fr. Kiörboe að nafni, en hann starfaði við byggingu [[Safnahúsið|Safnahússins]]. Kynni tókust með honum og [[Knud Zimsen]] bæjarverkfræðingi og unnu þeir saman uppdrætti að skemmtigarði við suðurenda Tjarnarinnar.
 
Tillögur þeirra félaga gerðu ráð fyrir að garðurinn næði yfir nokkurn veginn það svæði sem síðar varð, en að auki vildu þeir útbúa landfyllingu við norðvestanverðan [[Skothúsvegur|Skothúsveg]]. Þar skyldi rísa garðskáli með veitingasölu og bátabryggju. Með austur- og vesturjaðri garðsins átti að gróðursetja tré og reisa steinveggi þeim til skjóls. Milli veggjanna skyldu svo rísa litlir torfkofar með sætum.
 
Á grunni þessarra hugmynda skrilgreindi bæjarstjórn lóð fyrir lystigarð snemma árs 1909. Lítið varð þó úr framkvæmdum að sinni.<ref>''Úr bæ í borg''. Endurminningar Knuds Ziemsen. Helgafell, Reykjavík 1952.</ref>
 
== Eitt og annað ==