„Heimastjórnarflokkurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
Stefáni Baldvin bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
 
Í [[Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 1918|borgarstjórnarkosningum]] [[1918]] buðu ýmsir úr Heimastjórnarflokki og Sjálfstæðisflokki fram sameiginlegan lista undir nafni [[Sjálfstjórnarflokkurinn|Sjálfstjórnarflokksins]]. Síðast bauð Heimastjórnarflokkurinn fram í [[Alþingiskosningar 1919|Alþingiskosningum]] [[1919]] og fékk þá 13 þingmenn en hafði að auki stuðning fjögurra þingmanna utan flokka. [[1920]] gengu ýmsir þingmenn flokksins í [[Utanflokkabandalagið|Utanflokkabandalag]] hægri manna á þingi. Sama ár varð [[Lögrétta (dagblað)|Lögrétta]], málgagn Heimastjórnarflokksins, að vikublaði [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]]. [[1922]] varð Utanflokkabandalagið að [[Sparnaðarbandalagið|Sparnaðarbandalaginu]] og við [[Alþingiskosningar 1923|kosningarnar 1923]] gengu leifar Heimastjórnarflokksins inn í [[kosningabandalag]] með Sparnaðarbandalaginu og Sjálfstæðisflokki sem nefndist [[Borgaraflokkurinn (eldri)|Borgaraflokkurinn]] sem síðar varð [[Íhaldsflokkurinn]] [[1924]].
 
==Útgáfumál==
Árið [[1905]] einkenndist af hatrömmum átökum á sviði stjórnmálanna, sem náðu hámarki í deilunum um [[ritsími|símamálið]]. Hafði [[Björn Jónsson]] beitt blaði sínu [[Ísafold (1874)|Ísafold]] ákaft í þessu orðaskaki.
 
Komust Heimastjórnarmenn að þeirri niðurstöðu að hreyfing þeirra þyrfti á öflugum málgögnum að halda. Voru í því skyni stofnsett tvö ný blöð sem hófu útgáfu í ársbyrjun [[1906]]. Annars vegar vikublaðið [[Lögrétta (blað)|Lögrétta]] í ritstjórn [[Þorsteinn Gíslason|Þorsteins Gíslasonar]]. Þorsteinn hafði áður fylgt Valtýingum, andstæðingum Heimastjórnarflokksins að málum. Lögrétta kom út til ársins [[1936]], en hafði þá um alllangt skeið verið gefin út í nánum tengslum við [[Morgunblaðið]].
 
Á [[Akureyri]] stofnuðu Heimastjórnarmenn blaðið [[Norðri (blað)|Norðra]], sem gefið var út til ársins [[1916]].
 
==Tengt efni==