„Kopar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m [r2.5.2] robot Bæti við: ba:Баҡыр
Ekkert breytingarágrip
Lína 20:
Kopar er rauðleitur [[málmur]] með mikla [[rafleiðni|raf-]] og [[varmaleiðni]] (af hreinum málmum við stofuhita hefur einungis [[silfur]] hærri rafleiðni). Kopar má vel vera elsti málmur í notkun í dag. Fundist hafa tilbúnir hlutir úr kopar sem taldir eru vera frá um 8700 f.Kr. Auk þess að finnast í margvíslegu málmgrýti, finnst kopar sums staðar í hreinu formi.
 
Á tímum [[Grikkland hið forna|forn-Grikkja]], var málmurinn þekktur undir nafninu ''chalkos''. Á tíma [[Rómverjar|Rómverja]] varð hann svo þekktur sem ''aes Cyprium'' (''aes'' er almennt [[latína|latneskt]] orð yfir koparmálmblöndur eins og [[brons]] og aðra málma og mikið af því var unnið úr námum á [[Kýpur]]). Heitið var einfaldað yfir í ''cuprum'' og þaðan, með breytingum, yfir í íslenska orðið ''kopar''.
 
== Notkun ==