„Kerti“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
má laga enn betur
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Candleburning.jpg|thumb|150px|KertiLogandi brennurkerti]]
 
'''Kerti''' eru misbreiðir sívalningar úr [[sterín]]i, [[vax]]i eða [[tólg]] með [[Kveikur|kveik]] eða raki í miðjunni til að láta loga á. Nútildags eru flest kerti gerð úr [[paraffín]]i, en sum eru úr [[bývax]]i, [[sojabaun]]um, jurtum eða [[tólg]] (bræddri [[nautgripir|nautagripafitu]]). Það eru einnig til „gelkerti“ sem eru gerð úr blöndu af vaxi og [[plast]]i. Kerti eru látin standa í [[kertastjaki|kertastjökum]], [[undirskál]]um eða [[ljósakróna|ljósakrónum]]. Sá sem steypir kerti nefnist ''kertagerðamaður''.
 
Þegar kveikt er á kerti með [[eldspýta|eldspýtu]] eða [[kveikjari|kveikjara]] breytist vaxið í gufu. Þegar það gerist sameinast það [[súrefni]]nu í loftinu og [[logi]] myndast. Þessi logi gefur nægan hita til að kertið haldi áfram að brenna þannig: Vaxið bráðnar, vaxið smitast upp eftir kveikinum að loganum með [[hárpípukraftur|hárpípukrafti]], vaxið brennur í loganum. Við það að brenna styttist kertið. Sá hluti kveiksins sem gefur ekki eldsneyti frá sér brennur í loganum. Þannig er lengd kveiksins takmörkuð og kertið brennur upp með jöfnum hraði. Stundum er nauðsynlegt að klippa kveikinn með [[skæri|skærum]] ef hann brennur ekki vel í loganum. Fyrir [[20. öldin|20. öld]] fengust sérstök skæri til þess að klippa kveiki, þau gengu undir ýmsum nöfnum eins og ''skarbítur'' eða ''kertaskæri''.
 
Áður en [[rafmagn]] varð almennt var kertið helsti ljósgafinn. Nú á dögum eru flest kerti notuð til skreytingar.
 
== Tengt efni ==
* [[Kertaslökkvari]]
 
{{stubbur}}