Munur á milli breytinga „Massi“

1.183 bæti fjarlægð ,  fyrir 9 árum
 
Í dag er litið á massa sem grunnstærð innan eðlisfræðinnar, þ.e. massi er ekki stærð sem leidd er af öðrum stærðum. Eitt kílógramm er viðmiðunarmassa, nánar tiltekið massi ákveðins málmstykkis sem varðveitt er í [[París]]. Unnt er að mæla massa hlutar án þess að taka tillit til nokkurra annarra eðlisfræðilegra stærða, ef málmstykkið góða er haft til viðmiðunar og notað sem grunneining mælikerfis.
 
== Þyngdarmassi ==
 
[[Þyngdarlögmálið|Þyngdarlögmál]] [[Newton]]s leggur grunninn að notkun hugtaksins „þyngdarmassi“. Lögmálið er svohljóðandi:
 
:<math>F = -G\frac{m_{a}m_{b}}{r^2}.</math>
 
Hér stendur „t“ fyrir tregðumassa og „m“ fyrir þyngdarmassa (gravitation) hlutanna „a“ og „b“. „G“ er [[þyngdarfasti]] Newtons og „r“ fjarlægðin milli [[massamiðja|massamiðju]] hlutanna.
 
Hvor hlutur togar í hinn með aðdráttarkraftinum „F“. Samkvæmt því sem við höfum lært um „tregðumassa“ verður breyting á hreyfingu hlutar ef krafti er beitt á hann. Þegar hlutir „a“ og „b“ toga hvor í annan breyta þeir því hraða og/eða stefnu hvors annars. Þegar hlutur verður fyrir áhrifum af þyngdarmassa annars hlutar, segjum við að sá fyrrnefndi sé innan [[þyngdarsvið]]s hins síðarnefnda.
 
Þriðja lögmál Newtons lýsir því yfir að allir kraftar eigi sér gagnstæðan kraft (actio-reactio). Aðdráttarkraftur hlutar „a“ á sér einmitt gagnstæðan kraft í aðdráttarkrafti hlutar „b“; hlutirnir tveir toga því nákvæmlega jafnt hvor í annan, aðeins í gagnstæðar áttir.
 
== Jafngildi þyngdar- og tregðumassa ==
Óskráður notandi