Munur á milli breytinga „Massi“

1.194 bæti fjarlægð ,  fyrir 9 árum
m (robot Bæti við: am:ግዝፈት)
 
Í dag er litið á massa sem grunnstærð innan eðlisfræðinnar, þ.e. massi er ekki stærð sem leidd er af öðrum stærðum. Eitt kílógramm er viðmiðunarmassa, nánar tiltekið massi ákveðins málmstykkis sem varðveitt er í [[París]]. Unnt er að mæla massa hlutar án þess að taka tillit til nokkurra annarra eðlisfræðilegra stærða, ef málmstykkið góða er haft til viðmiðunar og notað sem grunneining mælikerfis.
 
== Tregðumassi ==
 
Tregðumassi segir til um hve mikinn kraft þarf til að breyta hraða hlutar, þ.e. gefa honum [[hröðun]] (jákvæða eða neikvæða). Samkvæmt öðru [[lögmál Newtons|lögmáli Newtons]] hefur hlutur massa, ef hann uppfyllir eftirfarandi jöfnu:
 
:<math> F = \frac{d}{dt} (mv) </math>
 
þar sem „F“ er heildarkraftur sem verkar á hlutinn, „m“ tregðumassi hlutarins og „v“ hraði hans.
 
Við getum yfirleitt gert ráð fyrir því að massi hlutarins haldist sá sami. Ef svo er ekki verða reikningarnir flóknari, en ekki verður farið út í þá hér. Með massa sem fasta stærð gildir:
 
:<math> F = m \frac{dv}{dt} = m a </math>
 
þar sem „a“ er hröðun hlutarins. Þessi jafna nefnist annað lögmál Newtons.
 
Hér sést að eftir því sem sem hröðun hlutar er meiri, því meiri kraft þarf til að valda þessari hröðun þegar massi hlutarins helst sá sami. Þá má einnig segja, að ef gefa á tveimur hlutum með ólíkan massa jafnmikla hröðun, þarf meiri kraft til að hraða þeim hlut sem hefur meiri massa. Við höfum því sýnt fram á sannindi fullyrðingarinnar um tregðumassa í upphafi þessarar efnisgreinar.
 
== Þyngdarmassi ==
Óskráður notandi