„Carl Emil Bardenfleth“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
Hann var sonur Johans Frederiks Bardenfleth, sem var danskur flotaforingi og um skeið [[landstjóri]] Dana í [[Vestur-Indíur|Vestur-Indíum]]. Bardenfleth-ættin var upphaflega þýsk aðalsætt en forfeður Bardenfleths stiftamtmanns fluttust til Danmerkur snemma á 18. öld og gerðust danskir ríkisborgarar. Carl Emil Bardenfleth var bernskuvinur Friðriks prins, seinna [[Friðrik 7. Danakonungur|Friðriks 7.]] Danakonungs, og naut jafnan hylli hans. Hann varð stúdent 1823 og lauk lagaprófi frá [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] með hæstu einkunn árið 1827.
 
Hann var skipaður bæjar- og héraðsfógeti í [[Frederikssund]] 1832 og var amtmaður og stiftamtmaður á Íslandi 1837-1841, en mágur hans, [[Moltke stiftamtmaður|Moltke greifi]], hafði gegnt sömu embættum 1819-1823. HannBardenfleth þótti sanngjarn og velviljaður, var vel látinn og vinsæll og lagði sig meðal annars fram um að læra íslensku. Hann hafði ætlað sér að vera lengur á Íslandi en þegar [[Friðrik 6. Danakonungur|Friðrik 6.]] konungur lést og [[Kristján 7.]] tók við kallaði hann Bardenfleth til Danmerkur 1840 til að vera hirðmeistari hjá Friðrik krónprinsi, sem þá var orðinn landstjóri á [[Fjón]]i. Fór hann utan hálfnauðugur og mun hafa gert ráð fyrir að snúa aftur ári síðar en af því varð ekki. Hann var skipaður stiftamtmaður á Fjóni 1843 og varð síðar þingmaður á danska þinginu, ráðherra og átti setu í [[danska ríkisráðið|ríkisráðinu]].
 
Kona Bardenfleths (gift 3. október 1832) var Sophie Amalie, greifynja von Schmettau (4. nóvember 1810 – 26. apríl 1893). Þau áttu fjölda barna og voru tvö þeirra fædd í [[Reykjavík]]. Sonur þeirra, sem hér fæddist, var látinn heita Ingolf eftir [[Ingólfur Arnarson|Ingólfi Arnarsyni]] landnámsmanni.
 
== Konungsfulltrúinn á Alþingi ==