„Repúblikanaflokkurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m [r2.5.2] robot Breyti: fy:Republikeinske Partij (Feriene Steaten); kosmetiske ændringer
Lína 2:
 
== Saga ==
Flokkurinn var stofnaður árið [[1854]] í [[Ripon]] í [[Wisconsin]] til þess að berjast gegn útbreiðslu [[þrælahald|þrælahalds]]s og stuðla að nútímavæðingu Bandaríkjanna. Flokkurinn samanstóð aðallega af fyrrum [[Viggar|Viggum]] (e. Whig party) en sá flokkur hafði leyst upp vegna deilna innan flokksins. Hann var ótengdur nafna sínum [[Demókratísk Repúblikanaflokkurinn|Demókratíska Repúblikanaflokkinum]] sem Demókrataflokkurinn á rætur sínar að rekja til.<ref>http://www.britannica.com/EBchecked/topic/498842/Republican-Party</ref> Í byrjun var flokkurinn aðallega bundinn við [[miðvesturrík bandaríkjanna|miðvesturríkin]] og barðist hann gegn því að þrælahald breiddist út til [[vesturríki bandaríkjanna|vesturríkjanna]]. Áhrif flokksins jukust í miðvesturríkjunum og breiddust út til norðurs og árið 1856 völdu þeir sinn fyrsta [[forsetaframbjóðandi|forsetaframbjóðanda]], það var [[John C. Fremont]] [[landkönnuður]].<ref>http://www.essortment.com/all/gophistory_rjoo.htm</ref> [[Abraham Lincoln]] varð hins vegar fyrsti frambjóðandi flokksins sem var kjörinn forseti Bandaríkjanna, það var árið [[1861]]. Hingað til hafa repúblikanar átt 18 forseta, á meðal þeirra þekktustu, fyrir utan Lincoln, eru [[James Garfield]], [[Theodore Roosevelt]], [[Dwight D. Eisenhower]], [[Richard M. Nixon]], [[Ronald Reagan]] og [[George W. Bush]].<ref>http://www.republicanpresidents.net/</ref> Frá stofnun og fram yfir miðja [[20. öld]] var flokkurinn sterkastur í [[norðausturríki bandaríkjanna|norðausturríkjunum]], miðvesturríkjunum og á [[vesturströnd bandaríkjanna|vesturströndinni]] á meðan demókratar voru ósigrandi í suðrinu. Á síðustu áratugum hefur þetta algjörlega snúist við, repúblikanar sækja langmest fylgi sitt til suðurs á meðan demókratar sækja sitt aðallega til miðvestur- og norðurríkjanna.
 
== Stefnumál ==
Upphaflegu stofnendur flokksins vildu ekki viðurkenna rétt ríkja til að stunda þrælahald en í dag styður flokkurinn helstu baráttumál ríkja gegn ríkisstjórninni og er á móti því að ríkisstjórnin ráði málum sem hafa í gegnum tíðina verið hlutverk ríkjanna sjálfra að ráða, svo sem menntamál. Repúblikanar vilja hafa skatta lága til að örva efnahaginn og eru almennt á móti því að ríkisstjórnin komi reglu á efnahaginn. Flestir meðlimir flokksins eru þó fylgjandi því að ríkisstjórnin setji reglur þegar kemur að einkalífi fólks í málum sem koma efnahagslegu frelsi ekki við, líkt og [[Fóstureyðing|fóstureyðingum]]. Þó er flokkurinn almennt ekki fylgjandi því að setja reglur þegar kemur að [[byssueign]]. Repúblikanar eru líklegri til að styðja skipulagðar [[bænastundir]] í skólahaldi og vera á móti lögleiðingu jafnra réttinda [[Samkynhneigð|samkynhneigðra]]. [[Utanríkisstefna]] repúblikana hefur í gegnum tíðina verið sú að hafa vernda land og þjóð og óvægni þegar kemur að hagsmunum þjóðaröryggis þrátt fyrir mótstöðu [[alþjóðasamfélagið|alþjóðasamfélagsins]].<ref>http://www.britannica.com/EBchecked/topic/498842/Republican-Party</ref>
 
== Forsetar Bandaríkjanna úr Repúblikanaflokknum ==
Lína 37:
== Tenglar ==
* [http://www.gop.com/ Vefsíða flokksins]
{{S|1854}}
 
[[Flokkur:Bandarískir stjórnmálaflokkar]]
[[Flokkur:Bandarísk stjórnmál]]
{{S|1854}}
 
{{Tengill GG|zh}}
Lína 64:
[[fo:Republikanski Flokkurin]]
[[fr:Parti républicain (États-Unis)]]
[[fy:Republikeinske Partij (Feriene Steaten)]]
[[ga:Páirtí Poblachtach (Stáit Aontaithe)]]
[[gl:Partido Republicano (Estados Unidos)]]