„Júlíus Havsteen (amtmaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
 
== Menntun og embættisstörf ==
Júlíus lauk [[Stúdentspróf|stúdentsprófi]] frá [[Latínuskólinn|Latínuskólanum]] [[1859]] og hélt þá til [[Danmörk|Danmerkur]] þar sem hann nam [[lögfræði]] við Hafnarháskóla. Hann lauk [[Embættismannapróf|embættisprófi]] árið [[1866]]. Fyrst eftir útskrift starfaði Júlíus sem aðstoðarmaður og fulltrúi hjá amtmanninum í [[Holbæk]] á [[Sjáland|Sjálandi]], en árið [[1870]] var hann ráðinn aðstoðarmaður í [[Íslenska stjórnardeildin í Kaupmannahöfn|íslensku stjórnardeildinni]] í [[Kaupmannahöfn]] þar sem hann starfaði til [[1881]]. Þá var hann settur amtmaður i [[Norður- og Austuramt|Norður- og Austuramti]]. Árið 1884 var hann skipaður í embættið og gegndi því til [[1894]] þegar hann var skipaður í embætti amtmanns í [[Suður- og vesturamtVesturamt|Suður- og vesturamts]]. Júlíus hélt því embætti til [[1904]] er amtmannaembættin voru lögð niður. Eftir það var Júlíus forseti [[Amtráð|amtráðs]] suðuramtsins til [[1907]] er amtsráðin voru lögð niður.
 
Júlíus gegndi að auki ýmsum öðrum [[Trúnaðarstörf|trúnaðarstörfum]], þar á meðal [[endurskoðandi]] [[Íslandsbanki|Íslandsbanka]] í [[Reykjavík]] frá stofnun hans 1904 til æviloka. Gæslustjóri [[Söfnunarsjóður|Söfnunarsjóðs]] frá 1905 til æviloka.