„Júlíus Havsteen (amtmaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 18:
Í stjórnmálaskoðunum þótti Júlíus mjög íhaldssamur, afskaplega reglufastur og fyrirmynd annarra embættismanna. Þá var hann mjög vel að sér í lögfræði og leituðu menn iðulega til hans um ráð um lögfræðileg álitaefni. Í minningarorðum um Júlíus sem birtust í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' var honum lýst þannig:
 
:Þar er í valinn hniginn sannur aðalsmaður í orðsins göfugasta skilningi. "Grand seigneur" upp á gamla vísu. HeiðnrsmaðurHeiðursmaður af heiðurs-kyni. Maður, sem ekki mátti vamm sitt vita. ...
:AÁ þingi var hann með starfshæfustu mönnum; hann var samvinnuþýður við alla. Hann var víst flestum lagamönnum fróðari um öll Canselí bréf, plaköt og konungsúrskurði og stjórnarúrskurði. Hann var þar eins og lifandi handbók og kom sér það oft vel á þingi.<ref>Minningargrein um Júlíus Havsteen, Morgunblaðið 5. maí 1914, bls. 2.</ref>
 
Júlíus hlaut fjölda heiðursmerkja, 1887 var hann gerður að riddara að [[Dannebrogsorðan|Dannebrog]], 1894 að Dannebrogsmanni, 1902 var hann gerður Kommandör 2. fl. af Dannebrog og 1904 Kommandör 1. fl. Að auki hlaut hann franska orðu, ''Officer de l'Instruction publique''. Eins og það var orðað í ''[[Ísafold]]''. "Heiðursmerki hafði hann alla leið upp i kommandörkross af 1. stigi, auk frakkneskrar orðu."<ref>Minningargrein um Júlíus Havsteen, Ísafold 7. maí 1915, bls. 1.</ref>