„Theodóra Thoroddsen“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
'''Theódóra Thoroddsen''' ([[1. júlí]], [[1863]] - [[23. febrúar]], [[1954]]) var íslenskur [[rithöfundur]]. Hún er einkum þekkt fyrir [[þula|þulur]] sínar. Theódóra Friðrika fæddist [[1. júlí]] [[1863]] að [[Kvennabrekka í Dölum|Kvennabrekku í Dölum]]. Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson prestur og Katrín Ólafsdóttir dóttir Sívertsens í [[Flatey]]. Guðmundur faðir Theódóru var prestur að Kvennabrekku árin [[1849]] til [[1869]] en síðar að [[Breiðabólstaður á Skógarströnd|Breiðabólstað á Skógarströnd]]. Guðmundur og Katrín eignuðust fimmtán börn en einungis þrjú þeirra urðu fullorðin og var Theódóra yngst þeirra.
 
Theódóra stundaði nám í [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólanum í Reykjavík]] árið [[1879]]. Eftir lát föður síns flyst hún til [[Reykjavík]]ur. Hún giftist [[Skúli Thoroddsen|Skúla Thoroddsen]] [[lögfræðingur|lögfræðingi]] og flutti til [[Ísafjörður|Ísafjarðar]] þegar maður hennar varð [[sýslumaður]] þar. Maður hennar var dæmdur frá [[embætti]] 1893 en þau bjuggu áfram á Ísafirði í nokkur ár og ráku þar [[verslun]]. Árin 1901 fluttu þau suður, fyrst til [[Bessastaðir|Bessastaða]] en fluttu til Reykjavíkur árið [[1908]]. Skúli og Theodora eignuðust þrettán börn. Theódóra lést [[23. febrúar]] [[1954]].
Óskráður notandi