„Breiðabólstaður (Vesturhópi)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Þegar Hafliði bjó á Breiðabólstað voru [[íslensk lög]] fyrst skráð þar veturinn [[1117]]-[[1118]] og endurskoðuð og endurbætt um leið, einkum kaflinn [[Vígslóði]]. Kallaðist handritið [[Hafliðaskrá]]. [[Minnisvarði]] um þessa lagaritun var reistur á Breiðabólstað [[1974]] á vegum [[Lögmannafélag Íslands|Lögmannafélags Íslands]]. Frá dögum Hafliða þótti Breiðabólstaður mikið menningar- og menntasetur. Þar átti að reisa fyrstu [[steinkirkja|steinkirkju]] á Íslandi um miðja 12. öld og bóndasonur þaðan fór til Noregs að sækja steinlím í kirkjuna, en skipið fórst á heimleið og kirkjan reis aldrei.
 
Breiðabólstaður var eitt besta brauð norðanlands og var í kaþólskri tíð veitt af [[erkibiskup]]inum í [[Niðarós]]i. Þar sátu margir merkisprestar. Hafliði Steinsson, sem hafði verið hirðprestur [[Eiríkur Magnússon prestahatari|Eiríks prestahatara]], varð prestur á Breiðabólstað 1309. Sonur hans, sagnaritarinn [[Einar Hafliðason]], fékk Breiðabólstað 1343 og var prestur þar í 50 ár og jafnframt prófastur í [[Húnaþing]]i. Norðmaðurinn [[Ólafur Rögnvaldsson]] varð prestur á Breiðabólstað árið [[1460]]. Hann varð síðar biskup á Hólum.
Fljótlega eftir að [[Jón Arason]] keypti [[prentsmiðja|prentsmiðju]] til landsins og fékk prentara, Jón Matthíasson eða Mattheusson sem kallaður var hinn sænski til að sjá um prentverkið, fékk prentarinn prestsembætti á Breiðabólstað og flutti þangað með prentáhöldin. Ekki er mikið vitað um þær bækur sem prentaðar voru á Breiðabólstað, en tvær óheilar bækur hafa varðveist. Jón sænski giftist íslenskri konu og var Jón sonur þeirra prentari, fyrst á Breiðabólstað og svo á Hólum. Við prestsembættinu tók [[Guðbrandur Þorláksson]] [[1567]] en fjórum árum síðar varð hann biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] og flutti þá bæði prentverkið og Jón yngra prentara þangað.
 
Fljótlega eftir að [[Jón Arason]] keypti [[prentsmiðja|prentsmiðju]] til landsins um 1530 og fékk prentara, Jón Matthíasson eða Mattheusson sem kallaður var hinn sænski til að sjá um prentverkið, fékk prentarinn prestsembætti á Breiðabólstað og flutti þangað með prentáhöldin. Ekki er mikið vitað um þær bækur sem prentaðar voru á Breiðabólstað, en tvær óheilar bækur hafa varðveist. Jón sænski giftist íslenskri konu og var Jón sonur þeirra prentari, fyrst á Breiðabólstað og svo á Hólum. Við prestsembættinu tók [[Guðbrandur Þorláksson]] [[1567]] en fjórum árum síðar varð hann biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] og flutti þá bæði prentverkið og Jón yngra prentara þangað.
Guðbrandur var ekki eini biskupinn sem þjónað hafði á Breiðabólstað, [[Ólafur Rögnvaldsson]] [[Hólabiskupar|Hólabiskup]] var prestur þar um miðja 15. öld. Margir merkisprestar hafa líka búið á Breiðabólstað, enda var þar eitt af betri brauðum landsins fyrr á tíð.
 
Núverandi [[Breiðabólsstaðarkirkja|kirkja]] á Breiðabólstað var reist árið [[1893]] og er friðuð.
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3551602|titill=Breiðabólstaður í Vesturhópi. Sunnudagsblað Tímans, 14. apríl 1963.}}
 
== Tenglar ==
* {{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=300262|titill=Grein eftir Hermann Pálsson; Gagnasafn mbl.is.}}
 
[[Flokkur:Kirkjustaðir í Vestur-Húnavatnssýslu]]
[[Flokkur:Vesturhóp]]
[[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]]