„Fjallahjól“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
dálítið slípað og pússað.....
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Fjallahjól''' eru [[reiðhjól]] á breiðum dekkjum með allt að 27 gírum og sérhönnuð til að ferðast um utan malbikaðra vega. Þau eru líklega algengasta gerð hjóla á Íslandi. Oft hefur því verið haldið fram að Íslendingar eigi flest fjallahjól í heimi ef miðað er við höfðatölu. Grein um [http://www.mmedia.is/ifhk/odo-i.htm| sögu hjólsins á Íslandi] er að finna á síðu [http://www.mmedia.is/ifhk| Íslenska fjallahjólaklúbbsins]. Fyrstu fjallahjólin komu á sjónarsviðið á níunda áratug [[20. öldin|tuttugustu aldar]] og er oft sagt að fyrstu fjallahjólin sem komu til Íslands hafi verið gámur sem kom í Örninn 1988*. Eftir það er vart aftur snúið, þarna voru loksins komin hjól sem stóðust álagið við íslenskar aðstæður. Mikið fjallahjólaæði greip um sig og nokkrum árum síðar var enginn maður með mönnum nema að eiga fjallahjól. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þróunin í hjólum verið gríðarlega ör.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þróunin í hjólum verið gríðarlega ör.
 
 
== Tegundir fjallahjóla ==
Undanfarin ár hefur komið fram á sjónarsviðið fjöldinn allur af tegundum og mismunandi afbrigði af reiðhjólum. Hér á íslandi hafa hefðbundi fjallahjól verið vinsæl en þau eru nú flest komin með framdempara og mörg með afturdempara að auki. Þessi hjól eru kölluð víðavangshjól eða cross-country. Ferðahjólin eru einnig vinsæl, yfirleitt eru það einfaldlega hefðbundin fjallahjól með aukaútbúnaði, s.s. brettum og bögglaberum en þeir allra hörðustu fjárfesta í sérútbúnum ferðahjólum með sérstöku lagi og miklu af sérsniðnum útbúnaði. Þessi tegund hjólreiða er líklega sterkasta form hjólreiða hér á landi, ekki ósvipað og sérútbúnir jeppar hafa þótt sérstakir á Íslandi. Nú seinustu ár hafa einnig komið fram hjól sem líkjast [[BMX]] hjólum og eru mest notuð í brautum, á stökkpöllum og innanbæjar. [[Fjallabrun]] er orðið vinsælt sport víða um heim og er því oft líkt við snjóbrettaæðið. Sérútbúin hjól sem líkjast einna helst mótorcross hjólum eru notuð í þessa íþrótt en keppnir eru haldnar á Íslandi m.a. í Úlfarsfelli, Bláfjöllum og víðar. Free-ride hjól eru svo nýjasta æðið en sá stíll er sóttur til Bresku-Kólumbíu í Kanada, þar sem hjólað er eftir mjög tæknilega erfiðum leiðum, oft á uppbyggðum pöllum, með ýmsum þrautum og stökkpöllum. Þessi hjól eru mitt á milli fjallabrunshjóla og víðavangshjóla, yfirleitt með dempurum að framan og aftan svipað og fjallabrunshjólin en oft léttari og meðfærilegri.
 
Undanfarin ár hefur komið fram á sjónarsviðið fjöldinn allur af tegundum og mismunandi afbrigði af reiðhjólum. Hér á íslandi hafa hefðbundi fjallahjól verið vinsæl en þau eru nú flest komin með framdempara og mörg með afturdempara að auki. Þessi hjól eru kölluð víðavangshjól eða cross-country. Ferðahjólin eru einnig vinsæl, yfirleitt eru það einfaldlega hefðbundin fjallahjól með aukaútbúnaði, s.s. brettum og bögglaberum en þeir allra hörðustu fjárfesta í sérútbúnum ferðahjólum með sérstöku lagi og miklu af sérsniðnum útbúnaði. Þessi tegund hjólreiða er líklega sterkasta form hjólreiða hér á landi, ekki ósvipað og sérútbúnir jeppar hafa þótt sérstakir á Íslandi. Nú seinustu ár hafa einnig komið fram hjól sem líkjast [[BMX]] hjólum og eru mest notuð í brautum, á stökkpöllum og innanbæjar. [[Fjallabrun]] er orðið vinsælt sport víða um heim og er því oft líkt við snjóbrettaæðið. Sérútbúin hjól sem líkjast einna helst mótorcross hjólum eru notuð í þessa íþrótt en keppnir eru haldnar á Íslandi m.a. í Úlfarsfelli, Bláfjöllum og víðar. Free-ride hjól eru svo nýjasta æðið en sá stíll er sóttur til Bresku-Kólumbíu í Kanada, þar sem hjólað er eftir mjög tæknilega erfiðum leiðum, oft á uppbyggðum pöllum, með ýmsum þrautum og stökkpöllum. Þessi hjól eru mitt á milli fjallabrunshjóla og víðavangshjóla, yfirleitt með dempurum að framan og aftan svipað og fjallabrunshjólin en oft léttari og meðfærilegri.
Í kjölfar fjallahjólaæðisins og heilsubyltingarinnar hefur vegur hjólreiða aukist á Íslandi og eru í dag starfrækt nokkur virk hjólreiðafélög og eru loksins farnar að sjást fleiri tegundir hjólreiða svo sem [[kappreiðahjólreiðar]]. Flest félögin halda úti virkum síðum og eru opin öllum sem áhuga hafa. Hjólreiðar eru vistvænn samgöngumáti og frábær hreyfing.
 
== Tenglar ==
*[http://www.mmedia.is/ifhk/| Íslenski fjallahjólaklúbburinn]
*[http://hjol.org/| Landssamtök hjólreiðamanna]
*[http://hfr.is/| Hjólreiðafélag Reykjavíkur]
*[http://hjolamenn.is/| Hjólamenn]
*[http://www.pezkallar.com/trice/| Þríþrautarfélag Reykjavíkur]
 
== Tengt efniHeimild ==
* {{vefheimild| url=http://www.mmedia.is/ifhk/odo-i.htm| Hjólað á Íslandi í 100 ár| 23. apríl| 2006}}
 
[http://www.mmedia.is/ifhk/| Íslenski fjallahjólaklúbburinn]
 
[http://hjol.org/| Landssamtök hjólreiðamanna]
 
[http://hfr.is/| Hjólreiðafélag Reykjavíkur]
 
[http://hjolamenn.is/| Hjólamenn]
 
[http://www.pezkallar.com/trice/| Þríþrautarfélag Reykjavíkur]
 
 
== Heimildir ==
 
----
* {{vefheimild| url=http://www.mmedia.is/ifhk/odo-i.htm| Hjólað á Íslandi í 100 ár| 23.apríl| 2006}}