„Þorskur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 20:
==Heimkynni==
Þorskurinn lifir í [[Norður-Atlantshaf]]i. Í eystri hluta hafsins er hann frá [[Svalbarði | Svalbarða]] í [[Barentshaf]]i og suður í [[Biskajaflói|Biskajaflóa]], en í vestri við [[Grænland]] og frá [[Hudsonflói|Hudsonflóa]] og [[Baffinsland]]i suður til [[Hatterashöfði|Hatterashöfða]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]].<ref name=hafro>Hafrannsóknarstofnunin (e.d.). ''Helstu nytjastofnar: Þorskur''. Sótt 27. apríl frá [http://www.hafro.is/undir.php?REFID=9&ID=39&REF=2 Vef Hafrannsóknarstofnuninnar].</ref> Ókynþroska smáfiskur er mest fyrir norðvestan, norðan og austan hérlendis, en stærri fiskur er frekar fyrir sunnan og suðvestan land.<ref name=karl>Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson, & Ólafur Karvel Pálsson (1998). ''Sjávarnytjar''. Reykjavík: Mál og menning.</ref>
 
==Lífshættir==
Þorskurinn er [[botnfiskur]] sem lifir frá nokkurra metra dýpi niður á 600 m eða dýpra. Algengastur er hann á 100-400 m dýpi, á sand- og leirbotni sem og hraun- og kóralbotni. Við suðurströndina verður þorskurinn fyrst [[kynþroski|kynþroska]] 3-5 ára en við norðurströndina 4-6 ára.<ref name=hafro/> [[Hrygning]]in hefst venjulega síðari hluta [[mars]] hérlendis og er lokið í byrjun [[maí]], aðallega á grunnum undan [[Suðurland]]i frá [[Reykjanes]]i austur í [[Meðallandsbug]]. Hún fer fram á um 50-100 m dýpi [[miðsævi]]s og getur fjöldi [[Hrogn|egg]]ja verið frá hálfri [[milljón]] upp í 10-15 milljónir. [[Hrygna]] getur verið að hrygna í 6-8 vikur, í minni skömmtum með 2-3 daga millibili. [[Klak]] tekur 2-3 vikur og eru [[Lirfa|lirfur]] um 5 mm við klak. Þegar [[seiði]]n eru um 5-8 cm löng leita þær botns. [[Vöxtur]]inn er mjög breytilegur eftir [[hafsvæði|hafsvæðum]]. Undan [[Norðurland|Norður-]] og [[Austurland]]i er algeng lengd í [[afli|afla]] 55-70 cm og 1,5-3 kg á [[þyngd]] en á [[vetrarvertíð]] við Suðvesturland 70-90 cm og 3-7 kg á þyngd, en stærð hans eftir aldri fer mikið eftir ástandi [[loðna|loðnustofnsins]] við landið. Virðist hann þurfa að ná a.m.k. 50 cm lengd áður en hann verður kynþroska. Getur þorskurinn orðið hátt í tveir metrar á lengd og var sá elsti sem veiðst hefur við Íslandsstrendur 17 ára gamall.<ref name=karl/>
 
==Fæða og óvinir==