Munur á milli breytinga „Þorskur“

1.283 bæti fjarlægð ,  fyrir 10 árum
==Fæða og óvinir==
[[Fæða]] hans er mjög margvísleg og fer eftir ýmsu. Smáfiskur étur mest [[hryggleysingi|hryggleysingja]] eins og [[ljósáta|ljósátu]], [[marfló|marflær]] og [[rækja|rækju]]. Eftir það er loðnan langmikilvægust og einnig étur hann [[síli]], en stærsti þorskurinn étur stærri fisktegundir eins og [[karfi|karfa]], smáþorsk, [[kolmunni|kolmunna]] o.fl. Fyrir utan manninn er fullorðinn þorskur eftirsótt fæða af [[selur|sel]], [[Hvalur|hvölum]] og [[hákarl]]i. Lirfur og seiðin verða gjarnan fyrir ásókn smáfiska og [[sjófuglar|sjófugla]]. Innvortis hrjá hann m.a. [[hringormur|hringormar]], en útvortis eru smákrabbategundir sem geta valdið honum skaða.<ref name=karl/>
 
==Nytsemi==
Þorskur er langmikilvægasta [[nytjafiskar|nytjategund]] Íslendinga. [[Verðmæti]] aflans eru um 35-40% þó hann sé aðeins um 10-15% af heildarafla. Hann veiðist helst í [[botntroll]], á [[Lína (veiðarfæri)|línu]] og í [[fiskinet|net]] en einnig á [[handfæri]] og í [[dragnót]], um allt land en mest um vetrartímann. Á síðustu 30 árum hefur aflinn verið frá 160-470 þús. tonn á ári og var heildarafli Íslendinga [[2007]] 187 þús. tonn. [[Aflamark]] fyrir [[2008]]/[[2009]] er sett eftir 20% aflareglu og er því 130 þús. tonn.<ref>Þorsteinn Sigurðsson, & Guðmundur Þórðarson (2008). ''Ástand nytjastofna á Íslandsmiðum 2007/2008 - aflahorfur fiskveiðiárið 2008/2009'', fjölrit nr. 138. Reykjavík: Hafrannsóknarstofnunin.</ref> Stærstur hluti þorsksins er saltaður, en svipað mikið er ísað um borð og unnið í landi. Einnig er hann ísfrystur eða fluttur ferskur með flugi. Helstu útflutningsmarkarðir eru [[Bretland]] og [[Spánn]], þar næst [[Portúgal]] og [[Holland]].<ref>Upplýsingaveita Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytisins (2008). ''Cod - Processing and Markets''. Sótt 30. apríl 2009 frá [http://www.fisheries.is/main-species/cod/processing-and-markets Icelandic Fisheries].</ref>
Óskráður notandi