„William A. Craigie“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
CarsracBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: fr:William Craigie
Viðaukar og lagfæringar
Lína 4:
== Æviágrip ==
William A. Craigie fæddist í [[Dundee]], [[Skotland]]i, 1867. Foreldrar hans töluðu [[lágskoska]] [[mállýska|mállýsku]], en afi hans í móðurætt talaði [[gelíska|gelísku]]. Einstök tungumálagáfa Williams og uppeldisaðstæður ollu því að hann náði í æsku góðum tökum á skoskum mállýskum.
Hann stundaðihóf háskólanám í [[St Andrews-háskóli|St Andrews-háskóla]] 1883, brautskráðist 1888, fór síðan í Balliol College í [[Oxford]], en flutti sig eftir eitt misseri yfir í Oriel College. Þekking hans á tungumálum varð með tímanum frábær og sérhæfði hann sig einkum í [[gelíska|gelísku]], fyrri alda [[skoska|skosku]] og Norðurlandamálum, einkum íslensku. Hann hafði mikinn áhuga á [[frísneska|frísnesku]], sem er það mál sem stendur einna næst ensku, og beitti sér í þágu móðurmálshreyfingar Frísa. (Átti m.a. þátt í stofnun [[Frísneska akademíið|Frísneska akademísins]] 1938, og varð þá heiðursfélagi þess). Sagt var að þegar hann var upp á sitt besta hafi hann verið læs á 50 tungumál.
 
Hann var kennari í latínu við St. Andrews háskóla 1893–1897, fluttist svo til Oxford og hóf störf við [[Oxford English Dictionary]] 1897 og varð þriðji ritstjóri orðabókarinnar, frá 1901 og þar til útgáfunni var lokið 1928. Hann var aðstoðarritstjóri við vinnslu viðaukans 1933 (með [[Charles Talbut Onions|C. T. Onions]]). Samhliða vinnu við orðabókina var hann kennari í Norðurlandamálum við Taylorian Institute í Oxford, frá 1905. Frá 1916 til 1925 var hann prófessor í [[fornenska|fornesku]] í [[Háskólinn í Oxford|Háskólanum í Oxford]].
Lína 12:
Árið 1936 fluttist [[William Craigie]] aftur til Englands til að geta einbeitt sér að ''[[Dictionary of the Older Scottish Tongue]]'', sem var verkefni sem hann var upphafsmaður að. Vann hann að orðabókinni til 88 ára aldurs (1955) og hafði lokið bókstafnum I, þegar annar ritstjóri, [[Adam Jack Aitken]], tók við. William A. Craigie hefur verið sagður einn afkastamesti orðabókahöfundur sinnar tíðar. Hann vann að jafnaði 7½ klst. á dag að orðabókagerð, hvorki lengur né skemur.
 
Samhliða orðabókarstörfunum vann William Craigie að mörgum öðrum fræðilegum verkefnum, auk vinnu í þágu ýmissa fræðafélaga. Hann var t.d. forseti ''The English Place-Name Society'' 1936–1945, ''Scottish Text Society'' 1937–1952 (eða''Skoska lengurfornritafélagsins'') 1937–1957, og ''Anglo-Norman Text Society'' 1938–19521938–1957. (eðaÁ lengur)vegum ''Skoska fornritafélagsins'' gaf hann út sjö bindi.
 
William Craigie giftist (1897) '''Jessie K. Hutchen''' – '''Lady Craigie''' – rithöfundi (d. 10. febrúar 1947). Þau voru barnlaus.
 
== William Craigie og Ísland ==
Lína 23:
William Craigie kom a.m.k. fjórum sinnum til Íslands, fyrst snögga ferð 1905. Árið 1910 dvöldust þau hjón hér í 10 vikur, ferðuðust um Vesturland og komu m.a. að Stað á Reykjanesi, þar sem Skotlandsrímur voru ortar.
 
Sir William A. Craigie var sýndur margvíslegur sómi fyrir störf sín, hann var sleginn til riddara 1928, þegar lokið var fyrstu útgáfu ''Oxford English Dictionary''. Hann fékk riddarakross [[Fálkaorðan|Fálkaorðunnar]] 1924 eða 1925, og stórriddarakross 1930. Hann varð heiðursfélagi [[Hið íslenska bókmenntafélag|Hins íslenska bókmenntafélags]] 1916 og Rímnafélagsins frá stofnun, 1947, og heiðursdoktor frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] 1946. Hann var félagi í mörgum vísindafélögum.
 
[[Snæbjörn Jónsson]] bóksali var mikill vinur Craigies og var óþreytandi að vekja athygli á störfum hans í þágu Íslendinga.
 
== Nokkur rit um íslensk efni ==
* Gaelic words and names in the Icelandic sagas. ''Zeitschrift für Celtische philologie'', 1897. — Sérprent.
* The Gaels in Iceland. ''Proceedings of the Society of Antiquaries of Scotland'', 1901. — Sérprent.
Lína 49:
== Heimildir ==
* ''A Memoir and a List of the Published Writings of Sir William A. Craigie'', Oxford 1952, 38 s.
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=249&lang=is Snæbjörn Jónsson: W. A. Craigie. ''Ársrit Hins íslenska fræðafélags'' 1921, 119–123.]
* Snæbjörn Jónsson: Sir William Craigie. ''Misvindi'', Rvík 1964:155–171.
* [[Björn K. Þórólfsson]]: ''Sir William A. Craigie og íslenskar rímur'', Rvík 1953, 15 s. ''Aukarit Rímnafélagsins'' 2.
* J. M. Wyllie: ''Sir William Craigie (1867–1957)'', Rvík 1965. — ''Jólabók Ísafoldar''.
 
== Tenglar ==