„Drangey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Fleiri tenglar
Kriseir (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Drangey''' er [[eyja]] sem rís sæbrött fyrir miðjum [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Frá henni er víðsýni mikið um byggðir fjarðarins. Hún er að mestu úr [[móberg]]i, hrikalegt hamravígi. Er hennar fyrst getið í [[Grettissaga|Grettissögu]] en þar hafðist útlaginn við seinustu ár sín ásamt bróður sínum Illuga og þrælnum Glaumi og þar var hann veginn, helsjúkur, í skála sínum af Þorbirni öngli og mönnum hans. Það mun hafa verið nær veturnóttum árið [[1031]].
 
Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum: [[Stuttnefja|stuttnefju]], [[Langvía|langvíu]], [[Álka|álku]] og [[Lundi|lunda]]. Stuttnefjan og langvían verpa í [[bjarg]]inu sjálfu en álkan einkum í [[urð]]um undir því. Lundinn grefur sér aftur á móti holur á brúnunum. Auk þess verpa [[rita]] og [[fýll]] í björgunum og [[hrafn]] og [[valur]] eiga sér þar einnig griðland.