„Reykjanes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 11:
Fyrir Reykjanes liggur erfið siglingaleið, sem er sú fjölfarnasta við strendur landsins. Það er sundið á milli Reykjaness og [[Eldey]]jar, sem heitir [[Húllið]]. Í Húllinu er [[Reykjanesröst]], sem er straumþung og getur bára orðið þar mjög kröpp í vissum áttum og eftir sjávarföllum.
 
Reykjanes og siglingaleiðin þar fyrir hefur löngum verið slysasamtskeinuhætt fyrir sæfarendur. Eitt mesta slysið þar varð þann 28. febrúar árið [[1950]] er olíuskipið Clam strandaði þétt upp við hamravegginn austan Valahnúks í suðvestan hvassviðri. 50 manns voru í áhöfn, breskir yfirmenn en meirihlutinn Kínverjar. Hluti áhafnarinnar, eða 31 maður, fóru í björgunarbáta sem ýmist brotnuðu við skipshlið eða hvolfdi í briminu. Af þessum 31 fórust 27 manns en 4 mönnum skolaði upp í klettana þaðan sem þeim var bjargað. Þeim 19 mönnum sem héldu kyrru fyrir um borð í skipinu var öllum bjargað með fluglínutækjum af björgunarsveitinni [[Þorbjörn (björgunarsveit)|Þorbirni]] frá [[Grindavík]], en skipið brotnaði í spón á staðnum innan skamms. Þessi atburður var rótin að skáldsögunni Strandið eftir [[Hannes Sigfússon]], en hann var aðstoðarvitavörður í Reykjanesvita þegar þessir atburðir gerðust.
 
Betur fór hins vegar þegar nýsköpunartogarinn Jón Baldvinsson RE strandaði skammt austan litla vitans á Reykjanesi í endaðan mars 1955. Togarinn sigldi á fullri ferð upp í stórgrýtisurð undir hátt í 40 metra háu bjargi. Björgunarsveitinni Þorbirni auðnaðist þá að bjarga allri áhöfn togarans, 42 mönnum, með fluglínutækjum og er þetta fjölmennasta björgun úr strönduðu íslensku skipi.
 
==Tengill==