„Freyja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: bg:Фрейя Breyti: pt:Freia
Lína 9:
 
== Dýrgripir Freyju==
Frey
Freyja ferðaðist í vagni sem tveir kettir drógu. Hún átti einnig [[valsham]] sem var þeim eiginleikum búinn að er hún klæddist honum breyttist hún í fugl og gat flogið hvert sem hún vildi. Þessi [[valshamur]] kemur mikið fyrir í goðsögunum og oft vegna þess að Loki stelst til að nota hann.
Freyja hafði miklar mætur á dýrum djásnum og átti hálsmen nokkuð sem var kallað [[Brísingamen]] kallað eftir dvergaætt þeirri, [[Brísingum]], sem það höfðu smíðað. Freyja sá dýrgripinn hjá [[Dvergar (norræn goðafræði)|dvergunum]] og fékk mikla ágirnd á því. Þeir sögu að hún mætti fá það ef hún eyddi einni nótt með hverjum þeirra og hún samþykti það. Þegar [[Óðinn]] frétti af þessu sem skipaði hann [[Loka]] að ræna meninu af Freyju. [[Loki]] breytti sér þá fló meðan Freyja svaf og beit hana í kinnina svo að hún velti sér á magann. Þá gat hann opnað lásinn og tekið menið. Þegar Freyja uppgvötaði að menið var horfið grunaði hana að Óðinn hefði tekið það og heimtaði að hann skilaði því. Óðinn gerði það en fyrst þurfti Freyja að koma af stað vígum milli tveggja konunga, en víg þessi þróuðust yfir í eina af helstu hetjusögnum víkingatímans.